Gómsætar og nærandi hafrakökur

Trefjaríkar, matarmiklar, nærandi, einfaldar OG góðar!

Innihald:

 • 300 gr tröllahafrar frá Sólgæti
 • 20 gr glútenlaust mjöl frá Doves farm
 • 1/4 tsk Maldon salt
 • 1 tsk vanilluduft frá Sonnentor
 • 30 ml hlynsíróp
 • 1 stórt egg
 • 50 gr dökkt súkkulaði til að bræða og setja ofan á kökurnar í lokin (má sleppa)
 • 20 gr pea prótín frá Pulsin
 • 1 tsk lyftiduft frá Doves farm
 • 1/2 tsk kanill frá Sonnentor
 • 180 ml kasjúhnetumjólk (eða önnur jurtamjólk)
 • 60 gr hrásykur eða kókospálmasykur
 • 2-3 msk fræ, saxaðar hnetur, súkkulaðibitar og/eða þurrkaðir ávextir að eigin vali (má sleppa)

Aðferð:

 • Hitaðu ofninn að 180°C
 • Blandaðu saman pea prótíni, tröllahöfrum, glútenlausu mjöli, lyftidufti, salti og kanil í stóra skál
 • Blandaðu saman jurtamjólk, hlynsírópi, eggjum og sykri í aðra skál eða könnu
 • Blandaðu nú saman þurr- og blautefnum (auk þess fræjum, hnetum, súkkulaði og ávöxtum ef þú vilt)
 • Látið deigið standa í 10 mínútur
 • Takið deigið með ísskeið og setjið á bökunarplötu með bökunarpappír
 • Fletjið hverja köku aðeins út með lófanum
 • Bakið í 20 mínútur
 • Takið úr ofninum og látið kólna í 15 mínútur áður en súkkulaðið er sett á
 • Geymist í loftþéttu boxi í kæli í 3 daga eða mánuð í frysti.

Hráefni í þessa uppskrift fæst m.a. í Heilsuhúsinu

 

Þessi uppskrift er fengin frá peachypalate.com í samstarfi við Pulsin.

Um höfundinn:

I’m Shel but some people call me “Peachy”…I’m the food loving, fitness fanatic, blogger behind Peachy Palate, a website which is now my hub for all the paleo, keto and grain free recipes I create, hoping to inspire people to think outside the box, eating whole foods that truly nourish.