Fylltar paprikur

Hér kemur ljúffeng uppskrift að fylltum paprikum. Njótið vel

Innihald:
Tvær rauðar paprikur
c.a. 150g Kínóa frá
1 laukur, fínt saxaður
2 hvítlauks geirar
c.a. 40g kaldpressuð lífræn kókosolía frá Sólgæti
2 tómatar
1 mosarella ostur
4-5 lífrænar döðlur frá Sólgæti
Fersk basilika
Parmesan ostur

Aðferð:
Sjóðið kínóað samkvæmt leiðbeiningum aftan á poka. Skerið paprikurnar í tvennt og leggið á olíuborði eldfast mót. Steikið laukinn og hvítlaukinn saman á vægum hita á pönnu þar til laukurinn er orðinn linur. Takið kjarnan úr tómötunum og skerið þá í litla teninga, sama á við um mosarella ostinn og döðlurnar. Skerið c.a. eitt búnt af basiliku gróft niður, það má líka rífa hana niður. Bætið kókosolíunni á pönnuna með lauknum, ásamt öllu öðru, blandið vel saman. Setjið fyllinguna í paprikurnar og eldið í ofni í c.a. 40 á 180gráðum.

Njótið