Sólgætis kex

Sógætis kexið er gott í nesti, eða bara til að narta í. Góð orka!

Hér kemur uppskriftin aftur:
1 dl hörfræ
1 dl möndlumjöl
1/2 dl sólblómafræ
1/2 dl graskersfræ
1 msk ólífuolía (Biona)
1 tsk sjávarsalt
2 dl vatn ,Það má líka bæta við 1dl af lífrænum hampfræum (Raw) og setja þá aðeins meira af vatni.
Aðferð: Setjið þurrefnin í skál, hrærið og bætið vökvanum saman við. Látið standa í 5 mínútur. Setjið smjörpappír á bökunarplötu og fræblönduna ofan á. Leggið aðra örk af smjörpappír ofan á og fletjið blönduna út á plötuna. Takið efra smjörpappírsblaðið af, setjið blönduna í ofninn og bakið í 60 mínútur á 150 gráðum. Gott er að taka blönduna út eftir 40 mínútur, skera í bita og setja aftur í ofninn.