Flöffí vegan próteinvöfflur með hnetusmjöri

Þessar eru dásamlegar! Stökkar að utan, mjúkar að innan og stútfullar af orku og næringu.

Það má leika sér með álegg en þær virka jafn vel sem morgunmatur, bröns og eftirréttur.

Ef þú átt ekki vöfflujárn er vel hægt að steikja þær sem pönnukökur.

Þetta er lítil uppskrift, eiginlega bara fyrir einn svo þú getur margfaldað hana með fjölda þeirra munna sem þú ætlar að fæða 😊

Innihald:

 • 70 g hafrahveiti (Þú malar bara haframjöl frá Sólgæti í blandara eða matvinnsluvél þar til áferðin er eins og gróft hveiti).
 • 1 tsk lyftiduft frá Dove´s fram
 • ½ tsk eplaedik frá Biona
 • ½ tsk vanillu extrakt eða vanilluduft frá Sonnentor
 • 10 g kókospálmasykur
 • 15 g Pulsin pea próteinduft (hreint eða súkkulaði ef þú vilt súkkulaðivöfflur)
 • 150 ml ósætt plöntumjólk að eigin vali
 • 5 g möluð hörfræ frá Bio Zentrale
 • 30 g fínt hnetusmjör frá Whole earth

Aðferð:

 1. Pískið allt saman í skál eða vinnið í blandara
 2. Hitið vöfflujárnið og penslið smá olíu á það
 3. Hellið deiginu í og bakið í 5-10 mínútur (fer eftir stærð og gerð vöfflujárns)
 4. Toppaðu með hverju sem hugurinn girnist t.d. vegan eða grískri jógúrt, hlynsírópi, berjum og möndlusmjöri.

 

Þessi uppskrift er fengin frá peachypalate.com í samstarfi við Pulsin.

Um höfundinn:

I’m Shel but some people call me “Peachy”…I’m the food loving, fitness fanatic, blogger behind Peachy Palate, a website which is now my hub for all the paleo, keto and grain free recipes I create, hoping to inspire people to think outside the box, eating whole foods that truly nourish.