Bakað eggaldin og polenta

Þessi guðdómlega grænkeramáltíð er nógu einföld til að gera hversdags og nógu sparileg til að bera fram á hátíðisdögum.

Innihald: fyrir eggaldin

  • 1 eggaldin (eða fleiri ef þú ert að elda fyrir fleiri en 4)

Aðferð: fyrir eggaldin

  1. Skerðu eggaldin í 4 „báta“ eftir endilöngu
  2. Nuddaðu hvern bút með ólífuolíu og stráðu salti yfir
  3. Bakaðu, með hýðið niður, í forhituðum ofni við 220°C á undir & yfir hita
  4. Bakaðu í 20-30 mínútur eða þar til eggaldinið hefur brúnast vel og er orðið mjúkt og eldað í gegn

Innihald: fyrir polentu

Aðferð: fyrir polentu

  1. Settu vatnið í pott og láttu suðuna koma upp, bættu þá salti og ólífuolíu saman við
  2. Hrærðu nú polenta mjölinu rólega saman við í nokkrum skömmtum með píski. Ekki líta af blöndunni og hrærðu stöðugt í henni í 2-3 mínútur
  3. Settu nú næringarger, hvítlauk og hvítvínsedik saman við og hrærðu vel þangað til polentan er kekkjalaus

Berðu fram með því að setja polentu neðst og raða svo klettakáli, eggaldin og granateplakjörnum ofan á.

Frábært að toppa svo allt með sýrðum kasjúrjóma eða annarri góðri sósu.

 

Þessi uppskrift kemur frá Önnu Guðnýju hjá Heilsa og vellíðan

Bæði uppskrift og myndir eru hennar eign og má ekki afrita eða nota opinberlega nema með hennar leyfi.