Vegan prótín chiabúðingur með jarðarberjum

Dásamlegur chiabúðingur, prótínríkur og seðjandi. Einnig frábær fyrir meltinguna enda stútfullur af trefjum.

Innihald:

  • 40 gr chiafræ
  • 2 msk hlynsíróp
  • 125 ml jurtamjólk
  • 1 tsk vanillu extrakt eða 1/4 tsk vanilluduft frá Sonnentor
  • 300 gr frosin jarðarber, þýdd
  • 125 ml vatn
  • 20 gr Pulsin pea prótínduft
  • 2-4 msk vegan jógúrt til að bera fram með

Aðferð:

  1. Blandið saman jarðarberjum, hlynsírópi, vatni, jurtamjólk, vanillu og prótíndufti í blandara eða með töfrasprota
  2. Hellið í krukku eða annað þétt ílát og blandið chiafræjum saman við
  3. Gott er að hrista eða píska chiafræin samanvið í 2 mínútur svo þau blandist betur og setjist síður á botninn, annars er hægt að hrista ílátið eftir ca. klukkustund til að koma í veg fyrir það
  4. Geymið í kæli yfir nótt eða í a.m.k. 4 klst
  5. Berið fram með vegan jógúrti, granóla og ferskum jarðarberjum

 

Þessi uppskrift er fengin frá peachypalate.com í samstarfi við Pulsin.

Um höfundinn:

I’m Shel but some people call me “Peachy”…I’m the food loving, fitness fanatic, blogger behind Peachy Palate, a website which is now my hub for all the paleo, keto and grain free recipes I create, hoping to inspire people to think outside the box, eating whole foods that truly nourish.