Vegan krukkugrautur sem kitlar bragðlaukana

Það getur komið sér vel að eiga svona gúmmelaði í krukku til að eiga tilbúið í morgunmat eða sem nesti út í daginn. Snilldarleið til að nýta afgangs hafragraut.

Seðjandi og stútfullur af trefjum. Hentar jafnt sem morgunmatur, léttur hádegisverður eða gómsætur eftirréttur.

Anna Guðný hjá Heilsa og Vellíðan á heiðurinn að þessari dásemd

Innihald: Möndlusmjörsmauk

  • 1,5 msk möndlusmjör
  • 3 msk kókosolía
  • Örlítið salt

Aðferð: möndlusmjörsmauk

  • Bræddu kókosolíuna
  • Hrærðu öllu innihaldinu saman með gaffli
  • Skiptu maukinu í tvennt og settu í botninn á tveimur krukkum

Innihald: Kaldur hafragrautur með sítrónu og vanillu

  • 250 gr afgangs hafragrautur
  • 1/2 dl jurtamjólk
  • 1/2 dl kókosmjöl
  • 1 msk chiafræ
  • 1/3 tsk vanilluduft
  • 1/2 tsk rifinn börkur af lífrænni sítrónu

Aðferð: Kaldur hafragrautur með sítrónu og vanillu

  • Gættu þess að hafragrauturinn sé orðinn kaldur
  • Hrærðu öllu saman með písk í skál
  • Settu nú grautinn í krukkurnar ofan á möndlusmjörsmaukið

Toppaðu með frosnum berjum, mjög gott að nota bláber og hindber sem passa mjög vel við milt sítrónubragðið af grautnum.

Uppskrift og myndir eru sköpun og eign Önnu Guðnýjar Torfadóttur hjá Heilsa og vellíðan. Þær má ekki afrita eða birta opinberlega nema með hennar leyfi.