Bakað blómkál með hnetusósu

Blómkál í sparifötunum! Frábært sem meðlæti með hvort sem er kjöt, fisk eða grænmetisréttum.

Innihald:

 • 1 stk blómkálshaus
 • 100 ml heitt vatn
 • 1 poki Yogi rooibos te
 • 75 gr Whole earth smooth hnetusmjör
 • 1 msk sítrónusafi
 • 1 msk tamari sósa
 • 5 gr kókosrjómi
 • 2 handfyllir af grófsöxuðum jarðhnetum (eða kasjú)
 • Handfylli kóríanderlauf, söxuð gróft

Aðferð:

 • Hitið ofninn að 180°C, setjið blómkálshaus í eldfast mót og bakið í 60 mín
 • Látið tepokann liggja í heitu vatninu í um 7 mín
 • Blandið saman í skál hnetusmjöri, tei, sítrónusafa, tamari og kókosrjóma
 • Takið blómkálshausinn úr ofninum og skerið í sneiðar eða þá stærð sem þið viljið
 • Hellið sósunni á og stráið kóríander yfir