Nærandi nammibitar sem gefa þér orku sem endist.
Fullir af góðri fitu og orkugefandi maca og matcha tei.
Innihald:
- 60 gr kakósmjör
- 120 gr kasjúhnetusmjör
- 60 gr kókosolía
- 80 ml fullfeit kókosmjólk í dós frá Biona
- 3 msk hunang eða döðlusíróp
- 1 tsk BLOOM matcha duft
- 2 msk maca duft
- 1/3 tsk vanilluduft eða lífrænt vanillu extrakt
- Söxuð gojiber, dökkt súkkulaði og þurrkað mangó sem skraut
Aðferð:
- Bræðið kakósmjör, kókosolíu, kasjúhnetusmjör, hunang og kókosmjólk við meðalhita í potti. Hrærið stöðugt í og blandið vel saman.
- Hellið blöndunni svo í skál og blandið restinni vel saman við.
- Leyfið blöndunni að hvíla í nokkrar mínútur og hellið svo í klakabox eða bökunarpappírsklætt form.
- Stráið skrautinu yfir og látið storkna í kæli yfir nótt.
- Geymist í kæli í 1 viku eða 1 mánuð í kæli.