Nikkel í fæðu og IBS

Nikkel ofnæmi er vel þekkt. Flestir tengja það við óekta skartgripi sem valda húðertingu en það sem gleymist oft í umræðunni er að sumar fæðutegundir eru nikkelríkar.

Mjög áhugaverð rannsókn sem gerð var á Ítalíu leiddi það í ljós að fólk með nikkelofnæmi og IBS (iðraólgu) gat náð miklum bata með því að forðast nikkel í fæðu. Einkenni eins og uppþemba, verkir, hægðatregða, niðurgangur og ógleði minnkuðu mikið og lífsgæði jukust í takt við það1.

Margir sem þjást af IBS ná miklum bata með því að breyta mataræði en fyrir fólk með nikkelofnæmi þarf að bæta þessari breytu inn í dæmið. Það er nefnilega raunin að nikkelríkasti maturinn er eitthvað sem yfirleitt er talið hollt (og er það fyrir flesta).

Hnetur, möndlur, baunir, hafrar, niðursoðnir tómatar og kakó er það sem inniheldur einna mest nikkel. Svo fyrir manneskju með nikkelofnæmi væri hafragrautur með hnetusmjöri slæm hugmynd. Eitthvað sem fyrir aðra væri nærandi orkubomba.

Ef þú ert að kljást við óútskýrða vanlíðan þrátt fyrir að borða hollt og stunda heilbrigðan lífsstíl gæti verið þess virði að skoða nikkel í fæðunni.

Þessi tafla sýnir nikkelríkustu fæðutegundirnar

Ni 100 mcg/kg Ni 200 mcg/kg Ni 500 mcg/kg Ni +500mcg/kg
Gulrætur Apríkósur Ætiþistill Möndlur
Fíkjur Brokkolí Aspas Kjúklingabaunir
Laufsalat Maís Baunir Kakó
Grænt salat Humar Hvítkál Niðursoðnir tómatar
Lakkrís Laukur Blómkál Linsubaunir
Sveppir Perur Grænar baunir Hafrar
Koli og þorskur Rúsínur Heilhveiti Jarðhnetur
Rabbarbari Ger Valhnetur
Te (svart/hvítt/grænt) Smjörlíki
Kræklingur
Ostrur
Kartöflur
Plómur
Spínat
Tómatar

Ni = nikkel

 

  1. Rizzi A, et al. Irritable Bowel Syndrome and Nickel Allergy: What Is the Role of the Low Nickel Diet? J Neurogastroenterol Motil. 2017 Jan 30;23(1):101-108.