Marineraðir Portobellosveppir

Matgæðingum til mikillar gleði er nú hægt að fá íslenska portobello sveppi! Þeir eru stórir og djúsí og passa hrikalega vel með svo mörgu. Þeir eru algjör snilld sem meðlæti en geta líka verið í aðalhlutverki eins og í þessari girnilegu uppskrift frá henni Önnu Guðnýju hjá Heilsa og Vellíðan.

Þessi er einföld en samt svo extra! Hægt að borða hversdags eða spari, tilvalið sem hátíðamatur grænmetisætunnar. Passar hrikalega vel með þessu kartöflusalati!

Marinering á sveppina:

 • 80 ml kaldpressuð lífræn ólífuolía
 • 2 tsk tómatpúrra
 • 1/2 msk tamarisósa
 • 1/2-1 hvítlauksrif
 • 1 msk dijon sinnep
 • 1 tsk reykt paprika
 • 1,5 msk döðlusíróp
 • 4 msk vatn

Aðferð:

 1. Settu öll innihaldsefninn í litla matvinnsluvél eða maukaðu með töfrasprota þar til að þetta er vel blandað saman.
 2. Skelltu portobellosveppunum í eldfast mót og makaðu marineringunni vel á þá með pensli. Settu svo smá salt yfir. Sveppirnir eru extra góðir ef þú geymir þá í kæli með marineringunni yfir nóttu eða í nokkrar klst. áður en þú eldar þá. En þeir eru samt þrusugóðir ef maður hefur ekki tíma fyrir það.
 3. Ég stráði svo grófskornum kasjúhnetum yfir.
 4. Það er bæði hægt að elda sveppina í ofni eða skella þeim á grillið. Valið er þitt. Ef þú velur ofninn þá er gott að hafa ofninn á 200°C og elda þá í ca. 15-20 mín.

 

Uppskriftin og myndirnar eru eign Önnu Guðnýjar Torfadóttur. Efnið má ekki afrita eða birta nema með hennar leyfi.