Kryddaðir, sætir gulrótarköku orkubitar

Þessir orkuboltar eru smekkfullir af bragði og karakter. Minna á gulrótaköku en innihalda töluvert minni sykur.

Sniðugt að gera slatta til að eiga í frysti þegar sætindalöngun kemur upp.

Innihald

 • 6 döðlur frá Sólgæti
 • 2 msk Biona eplamauk
 • 2 msk Biona döðlusíróp
 • 1 bolli lífrænt haframjöl frá Sólgæti
 • ¼ tsk kanilduft
 • ¼ tsk engiferduft
 • ¼ tsk negulduft
 • 1 bolli rifnar ferskar gulrætur
 • 1 bolli kókosmjöl

Aðferð

 • Setjið allt nema kókosmjöl í matvinnsluvél og blandið þangað til allt hefur blandast vel og loðir vel saman
 • Ef blandan er of blaut má setja meira haframjöl
 • Ef blandan er of þurr má setja meira eplamauk og döðlusíróp
 • Mótið kúlur úr deiginu og veltið þeim uppúr kókosmjölinu
 • Kælið og geymið í loftþéttu íláti í kæliskáp eða frysti