Hin heimsfræga acai smoothie skál

Þessi útgáfa er ótrúlega fersk og hreinlega fær mann til að brosa. Full af næringu og trefjum sem fá meltinguna til að brosa líka. Virkilega vel heppnuð að okkar mati.

Smoothie skálar hafa sennilega birst á hverju einasta matarbloggi á síðustu mánuðum, í það minnsta hjá þeim sem eru í einhvers konar heilsupælingum. Ætli þær hafi ekki orðið til þegar einhver fékk leið á þeytingnum sínum og ákvað að hella honum í skál og bæta alls konar gúmmelaði út á. Það er okkar kenning. Engin geimvísindi 😉

Innihald

Smoothie:

  • 1 stór banani í sneiðum
  • 110 gr frosin hindber
  • 110 ml möndlumjólk
  • 1 msk biona möndlu smjör
  • 3 msk biona agave síróp
  • 4 msk acai duft
  • ½ tsk vanillu extrakt
  • Smá kanill

Ofaná:

  • Ávextir að eigin vali
  • 2 msk saxaðar, ristaðar möndlur
  • 1 tsk sólgæti hörfræ
  • 2 msk biona oaty granola

Aðferð

  • Blandið smoothie í blandara þangað til hann er silkimjúkur
  • Hellið í skál
  • Toppið með ávöxtum, möndlum, hörfræjum og granola og njótið