Beta carotene complex frá Terranova

EKKERT VENJULEGT BETA KAROTÍN!

Sjáðu fyrir þér epli. Þú skerð það í helming og innan skamms verður það brúnt. Það er oxun, áhrif andrúmsloftsins á frumur eplisins. Ef þú tekur annað epli, skerð það og kreistir sítrónusafa yfir verður það ekki brúnt fyrr en löngu seinna. Þarna eru andoxunarefnin í sítrónunni að verki. Þau verja frumur eplisins fyrir oxun og halda því fersku lengur.

Beta karotín gerir svipað fyrir okkur. Það er öflugt andoxunarefni sem ver frumur líkamans fyrir oxun og öldrun en það er líka þeim kostum gætt að geta umbreyst í A vítamín í líkamanum.

Beta carotene tilheyrir flokki karotenóíða. Það er helst að finna í ýmsu grænmeti og ávöxtum eins og gulrótum, graskerjum, sætum kartöflum mangó spínati og grænkáli.

Þeir sem borða mikið af gulrótum eru oft þekktir fyrir fallega húð sem tekur fallegan lit í sól og helst brún lengur. Þarna er beta karótín m.a. að störfum. Rannsóknir benda til þess að beta karotín geti varið húðina fyrir sólarljósi og seinkað því að hún roðni í sól. Það er þó auðvitað ekki nægileg sólarvörn eitt og sér en getur hjálpað að verja viðkvæma húð.

A vítamín er okkur lífsnauðsynlegt til ýmissa starfa. Það er t.d. ómissandi fyrir heilbrigði augna og húðar. Það er líka gríðarlega mikilvægt á meðgöngu því að það spilar stórt hlutverk í eðlilegum fósturþroska.

Kosturinn við Beta karotín er sá að líkaminn umbreytir því aðeins í A vítamín eftir þörfum og því engin hætta á að fá of mikið.

Beta karotín frá Terranova er ekkert venjulegt beta karótín. Í fyrsta lagi er það náttúrulegt, fengið úr þörungum en ekki búið til á tilraunastofu. Auk þess er í blöndunni annað grænmeti og jurtir sem innihalda beta karotín sem og ýmis önnur næringar- og andoxunarefni. Grænkál, spirulina, vatnakarsi og alpha lipoic acid upphefja næringargildið og styðja við virknina.

Í náttúrunni finnast næringarefni ekki stök og Terranova bætiefnin endurspegla það. Þau innihalda alltaf blöndu sem vinnur vel saman og stuðlar að hámarks nýtingu.

Vegan – án aukaefna – glútenlaust – sykurlaust