Matcha (ekkert venjulegt) grænt te!

Fyrir orku og einbeitingu

Bloom lífrænt japanskt matcha te er ekkert venjulegt grænt te.

Matcha grænt te er gert úr ungum laufum tejurtarinnar sem eru síðan þurrkuð og möluð með bestu mögulegu aðferðum til að viðhalda ferskleika, bragðgæðum og næringargildi.

Matcha inniheldur margfalt meira magn andoxunarefna en venjulegt grænt te. Því þarf minna af því til að njóta kostanna.

Um aldir hefur Matcha verið drukkið til heilsubótar í Japan en þar er það talið efla þrótt og stuðla að langlífi.

Matcha er sérstakt á margan hátt en ekki síst vegna þess að það inniheldur töluvert magn af amínósýrunni L-theanine. Hún hefur slakandi áhrif í taugakerfinu og er talin geta unnið á móti kvíða og aukið einbeitingu. Vegna L-theanine eru orkugefandi áhrif Matcha öðruvísi en annarra drykkja sem innihalda koffín. Það hefur orkugefandi áhrif án þess að vera örvandi. Orkan verður jafnari og einbeitingin betri. Þetta samspil koffíns og L-theanine gefur þannig jafna og stöðuga orku.1

Matcha er gott að drekka á morgnana til að koma sér í gang, um miðjan daginn til að halda orku og einbeitingu eða bara hvenær sem er þegar þig vantar smá orkuskot.

Bloom Matcha býður upp á nokkrar tegundir sem allar innihalda hreint matcha te ásamt jurtum og náttúrulegu bragði án allra aukaefna.

Matcha má bæði blanda út í heitt vatn (ekki sjóðandi heldur um 80°C) eða kalt eða bæta út í þeytinginn. Líka hægt að nota í hrákökur og orkustykki.

  1. Dekker M. & Dietz C. (2017). Effect of green tea phytochemicals on mood and cognition. Current pharmaceutical design, 23(19), 2876-2905(30).