Nýrnasteinar

Hrörnun sjónubotna er ein algengasta orsök þess að sjón eldra fólks daprast. Linsa augans flytur þá mynd sem hún nemur á þann hluta sjónhimnunnar sem nefnist sjónubotn. Algengasta form sjúkdómsins er að efni sem nefnist lipofuscin safnast á fóðrun augnbotnsins. Annað öllu sjaldgæfara form sjúkdómsins tengist óeðlilegri æðamyndun. Það er auðlæknanlegt sé tekið á því nógu snemma. Sé hins vegar ekkert gert, getur það leitt til blindu. Reykingar, háþrýstingur og æðakölkun tengjast hrörnun sjónubotna.

Ævinlega skal leita til læknis vegna hrörnunar sjónubotna og raunar vegna hvaða augnsjúkdóma sem er, því sjónin er dýrmæt.

Ráð

Allnokkrar rannsóknir hafa verið gerðar sem sýna að sink og kopar ásamt andoxunarefnum eins og C-vítamín, E-vítamín og beta karotín geta komið í veg fyrir eða dregið verulega úr hrörnun sjónubotna. Þetta var t.d. staðfest í fjölmennri tvíblindri rannsókn þar sem hluti þátttakenda fékk sink, kopar og andoxunarefni en annar hluti þátttakenda fékk lyfleysu.1 Nýleg rannsókn við Ruhr-háskólann í Bochum í Þýskalandi gaf hliðstæða niðurstöðu. Nokkuð er um að augnlæknar ráðleggi eldra fólki að nota þessi bætiefni til að fyrirbyggja hrörnun sjónubotna og sjón sinni almennt til varnar.

Annað efni sem rannsóknir benda einnig til að geti gagnast við þessum sjúkdómi er karotín sem heitir Lúteín.2 Rannsóknir sýna jafnframt að FLAVONÓÍÐAR geti hægt á eða fyrirbyggt þróun þessa sjúkdóms. Þeir eru í fjölda plantna, en staðfest hefur verið með rannsóknum að plöntur sem augðugar eru af flavonóíðum, svo sem bláber og ginkgo, geti dregið úr eða komið í veg fyrir hrörnun sjónubotna. 3,4

Rannsókn á E-vítamíni staðfesti að hátt hlutfall þess í blóði getur dregið úr hættu á hrörnun í sjónubotni, sem er ein helsta orsök blindu hjá öldruðum (Archives of Ophtalmology 117, 1999:1384-1390). Vísindamennirnir rannsökuðu fæðu, hlutfall næringarefna í blóði og almenna heilsu yfir 2500 manns. Kom m.a. í ljós að hjá þeim sem höfðu mest af E-vítamíni í blóði var 82% minni hætta á hrörnun sjónubotna.

Heimildir:

1. Age-Related Eye Disease Study Research Group. A randomized, placebo-controlled, clinical trial of high-dose supplementation with vitamins C and E, beta carotene, and zinc for age-related macular degeneration and vision loss: AREDS Report no.8. Arch Ophthalmol. 2001;119:1417-1436.

2. Hammond BR Jr, Wooten BR, Snodderly DM. Density of the human crystalline lens is related to the macular pigment carotenoids, lutein and zeaxanthin. Optom Vis Sci. 1997;74:499-504.

3. Lebuisson DA, Leroy L, Rigal G. Treatment of senile macular degeneration with Ginkgo biloba extract. A preliminary double-blind, drug versus placebo study [translated from French]. Presse Med. 1986;15:1556-1558.

4. Caselli L. Clinical and electroretinographic study on activity of anthocyanosides [in Italian; English abstract]. Arch Med Intern (Parma). 1985;37:29-35.

Upplýsingar þessar eru samansafn fróðleiks um náttúrulegar lækningar. Þeim er ekki ætlað að koma í stað tilmæla eða ráðgjafar fagfólks í heilbrigðisþjónustunni. Sjúklingar á lyfjum, einkum séu þeir haldnir alvarlegum sjúkdómum ættu að ráðfæra sig við lækni áður en þeir hefja neyslu bætiefna.