Aromastick – Þægileg og áhrifarík leið til að nota ilmkjarnaolíur

Aromastick er lítill plast stautur, á stærð við varasalva. Hver og einn inniheldur 100% lífrænar ilmkjarnaolíur til innöndunar án allra aukaefna.

Í línunni eru 6 blöndur, hver með sinn tilgang:

Balance: Piparmynta, cypress, geranium og engifer

  • Fyrir jafnvægi, örvar og róar á sama tíma. Gott þegar álag er mikið og þú þarft að halda fókus og ró.

Calm: Bergamot, lemon, cedarwood, clary sage og vetiver

  • Róandi og sefandi fyrir líkama og sál. Gott að hafa við höndina þegar álag og streita herja á.

Relax: Lavender, mandarin og vetiver.

  • Þessi er frábær fyrir svefninn en má nota hvenær sem þú þarft að ná innri ró.

Energy: Piparmynta, greipaldin, rósmarín.

  • Hvenær sem þig vantar smá auka orku. Frábært fyrir íþróttafólk og fólk í líkamlega erfiðri vinnu.

Focus: Piparmynta, rósmarín og kanilolía.

  • Þegar þú þarft hámarks athygli og fókus. Hvort sem þú ert að læra fyrir próf, klára krefjandi verkefni eða leysa flókið vandamál er þetta blandan fyrir þig.

Refresh: Eucalyptus og menthol

  • Frábær blanda þegar kvef og stíflað nef er að hrjá þig. Frískar og hressir.

 

AromaStick eru hannaðar af fólki með mikla þekkingu á virkni ilmkjarnaolía og þær hafa töluvert af klínískum rannóknum á bakvið sig.

Þú mátt nota Aromastick eins oft og þú vilt en framleiðendur ráðleggja 6-8 skipti á dag til að fá sem besta virkni.

Aromastick fæst í verslunum Lyfju og Heilsuhússins