Hægðatregða

Algengustu ástæður hægðatregðu eru að borða of lítið af trefjum og drekka of lítið vatn. Aðrir algengar orsakir eru m.a. fæðuóþol, skortur á hreyfingu, meltingarsjúkdómar og fábreytt og næringarsnautt mataræði. Sum lyf hafa síðan þá aukaverkun að valda hægðatregðu og með hækkandi aldri verður þetta vandamál algengara.

Viðvarandi hægðatregða getur orðið alvarlegt vandamál. Auk þess að valda miklum óþægindum getur hún verið mjög heilsuspillandi og aukið líkur á ýmsum sjúkdómum eins og krabbameini og ýmsum meltingarfærasjúkdómum.

Hægðatregðu er oft hægt að leysa og fyrirbyggja með náttúrulegum leiðum sem tilvalið er að reyna til að koma í veg fyrir þrálát vandamál. Ræddu við lækninn þinn ef þú hefur áhyggjur af heilsunni til að útiloka alvarleg vandamál og aldrei hundsa einkenni eins og blóð í hægðum eða mikla verki.

Breytt mataræði og hreyfing

Fyrst af öllu er nauðsynlegt að auka neyslu trefja og vökva. Ávextir, grænmeti, heil korn og grjón, þ.e. korn með hýði og vörur úr þeim eru trefjaríkar fæðutegundir sem æskilegt er að borða oftar og meira af. Mjög gott er að auka neyslu á fæðutegundum eins og heilum höfrum, hafragrjónum, hýðishrísgrjónum, gulrótum, baunum, byggi, eplum, apríkósum, fíkjum og alveg sérstaklega sveskjum. Sveskjusafi er einstaklega gagnlegur, hann er jafnvel fáanlegur blandaður jurtum sem auka virkni hans eins og t.d. Digestive safinn frá Biotta.

Fræ geta komið sér mjög vel til að halda hægðunum í lagi. Chia- og hörfræ eru sérstaklega gagnleg. Gott er að leggja þau í bleyti og nota í grauta eða þeytinga á hverjum degi. Einnig er gott að mala hörfræin og strá yfir mat eða nota í bakstur.

Aukin hreyfing er einnig æskileg og í raun nauðsynleg til að halda þarmahreyfingum eðlilegum. Hvaða hreyfing sem er hjálpar, göngutúrar, hlaup, lyftingar eða hvað sem fólk getur og hefur tíma til.

Bætiefni

Psyllium husk trefjar hafa sérstaka kosti. Þær hafa m.a. þann eiginleika að drekka í sig meiri vökva en flestar aðrar trefjar og margfaldast að ummáli. Því er nauðsynlegt að drekka vel þegar psyllium trefjar eru teknar inn, hvort sem þær eru teknar í hylkjum eða dufti, a.m.k. stórt vatnsglas. Annar kostur þeirra er þær innihalda 10-30% jurtaslím. Hægðalosandi eiginleikar þeirra helgast einmitt af því að þær breytast í slímkenndan massa sem heldur hægðunum mjúkum og hraðar þeim gegnum meltingarfærin.

Colon cleanser frá Gula miðanum samanstendur af Psyllium trefjum, vinveittum meltingargerlum og FOS trefjum sem næra þarmaflóruna. Colon cleanser stuðlar því bæði að auknum hraða fæðunnar í gegnum meltingarfærin og betri tæmingu ristils auk þess að byggja upp heilbrigðan gerlagróður í meltingarfærunum.

Digestive safinn frá Biotta er ekki bætiefni heldur bragðgóður sveskjusafi úr lífrænni ræktun sem blandaður er jurtum til að auka losandi virkni hans á meltingarfærin.

Glucomannan frá Solaray eru trefjar unnar úr rótarhnýði jurtar sem gengur m.a. undir nöfnunum djöflatunga og vúdúlilja, latneska: Amorphophallus konjac. Trefjar þessarar jurtar stuðla að jöfnun blóðsykurs og viðhalda mettunartilfinningu. Glucomannan hefur þann kost fram yfir aðrar trefjar, að miklu minna magn þarf af þesssum trefjum en öðrum, þar sem þær geta 17faldast að umfangi þegar þær blandast vökva. Trefjar jurtarinnar verða slím- eða hlaupkenndar þegar þær blandast vökva og draga í sig úrgang úr meltingarfærum jafnframt því að stuðla að betri tæmingu þarma. Þessar trefjar binda ekki sink og járn eins og t.d. trefjar hveitiklíðs gera. Rannsóknir benda einnig til að glucomannan geti stuðlað að kólesteróljafnvægi.

Optibac bifidobacteria & fibre er blanda af góðgerlum og trefjum sem saman geta örvað meltinguna og leyst eða komið í veg fyrir hægðatregðu. Þetta er duft sem er leyst upp í vatni eða safa og drukkið. Má líka blanda í mat eins og jógúrt, þeytinga eða grauta en varist að blanda við heitan mat.

Aloe vera safi hefur mild hægðalosandi áhrif auk þess að geta grætt sára slímhúð í meltingarveginum. Hann gangast líka oft vel við brjóstsviða og bakflæði. Aloe vera ætti aldrei að taka á meðgöngu.

Upplýsingar þessar eru samansafn fróðleiks um náttúrulegar lækningar. Þeim er ekki ætlað að koma í stað tilmæla eða ráðgjafar fagfólks í heilbrigðisþjónustunni. Sjúklingar á lyfjum, einkum séu þeir haldnir alvarlegum sjúkdómum ættu að ráðfæra sig við lækni áður en þeir hefja neyslu bætiefna.