Brjóstsviði

Orsakir og einkenni

Algengast er að brjóstsviði orsakist af vélindabakflæði, en magabólgur geta einnig valdið þessum óþægindum. Algengasta orsök vélindabakflæðis er slakur magaopsvöðvi (milli vélinda og efra magaops), en einnig getur t.d. þindarslit valdið brjóstsviða. Síðan geta aðrir þættir ýtt undir brjóstsviða, svo sem offita, harðlífi (töf á magatæmingu), þungun, en þessir þættir valda þrýstingi á magann, einnig reykingar (þær slaka á efra magaopi) og áreynsla á kviðvöðva. Margir finna sérstaklega fyrir brjósviða þegar þeir leggja sig eða eru að bogra. Feitur matur er talinn geta stuðlað að brjóstsviða og það gera kaffi og áfengi líka, sem og matarmiklar máltíðir.

Ráð

Séu fyrrnefndir brjóstsviðavaldar fyrir hendi, eins og offita, reykingar, áfengisneysla, mikil kaffidrykkja eða annað sem ýtir undir brjóstsviða, er skynsamlegt að koma lagi á þá. Venjulega eru notuð magasýrulyf við brjóstsviða til að slá á einkennin. Vert er þó að hafa í huga að langtímanoktun þeirra getur dregið úr frásogi ákveðinna vítamína og steinefna. Auk þess hafa vísindamenn bent á að langtímanotkun magasýrulyfja sem innihalda alúmín geta stuðlað að þróun alsheimer sjúkdóms, einnig stuðlað að beinþynningu. Rétt er að forðast matarmiklar máltíðir, einkum undir svefninn. Þungar máltíðir, samfara áfengisneyslu, reykingum og kaffidrykkju eru ávísun á brjóstsviða, ekki síst undir svefninn. Gagnast getur að sofa með hátt undir höfði.

Bætiefni sem reynst hafa vel við brjóstsviða eru eins og fyrr er greint, aloe vera gel, DGL lakkrísrót tuggutöflur og regnálmur. Aloe vera gel er tekið inn, 1 msk í glasi af vatni eftir máltíðir og áður en gengið er til náða. Gamalt húsráð sem gefist hefur sumum vel er að tyggja nokkrar möndlur.

Silicea Gel gagnast vel við óþægindum í maga og þörmum. Það getur komið að notum m.a. við bólgum í magaslímhúð, niðurgangi og brjóstsviða, því kísilsýran bindur úrgangsefni og hraðar þeim úr líkamanum. Gott er að blanda 1 msk. af gelinu í bolla af t.d. kamillutei eða tei af einhverri ofangreindra jurta.

Upplýsingar þessar eru samansafn fróðleiks um náttúrulegar lækningar. Þeim er ekki ætlað að koma í stað tilmæla eða ráðgjafar fagfólks í heilbrigðisþjónustunni. Sjúklingar á lyfjum, einkum séu þeir haldnir alvarlegum sjúkdómum ættu að ráðfæra sig við lækni áður en þeir hefja neyslu bætiefna.