Terranova bætiefni hámarka virknina

Sigvaldi Kaldalóns eða Svali eins og margir þekkja hann, hefur unnið lengi við útvarp ásamt því að vera mikill áhugamaður um útivist og almenna hreyfingu

Ég er miðaldra kall með ákveðna hreyfiþörf og ljóst að með aldrinum finn ég að fæða og fæðubótarefni skipta mig meira máli fyrir endurheimt. Í dag er ég að æfa fyrir laugaveginn 2021 sem mig langar að hlaupa undir fimm tímum og til þess þarf allt að ganga upp. Ég hef hreyft mig mikið í gegnum tíðina og verið blessunarlega laus við meiðsl, en í dag finn ég að ég þarf góð bætiefni og helst eins hrein og hægt er. Ég kynntist Terranova vörunum fyrir nokkrum árum og hef ekki vikið frá þeim síðan. Það að þær eru unnar 100% úr plöntum finnst mér skipta miklu máli. Það sem ég tek daglega eru aðallega þrjár tegundir.

Kokteillinn minn er þessi hér:

Daglega fæ ég mér rauðrófu duftið sem bætir súrefnisupptökuna mikið. Þetta er klárlega það bætiefni sem ég finn verulegan mun á mér af ef ég tek það daglega. Aukið þrek, minni seinniparts-þreyta og mikil breyting þegar kemur að langhlaupum og lengri æfingum. Rauðrófu duft er eitthvað sem allir ættu að taka daglega hvort sem það er verið að æfa eða ekki.

Live Drink frá Terranova er annað sem á að vera til á öllum heimilum, algjörlega frábær bætiefnadrykkur úr plönturíkinu. Fer ótrúlega vel í mann og hægt að nota sem drykk eða bæta duftinu út á grautinn eða í bústið. Stútfullur af vítamínum og próteinum sem við þurfum öll á að halda. Innihaldið er m.a 10 tegundir af frostþurrkuðum jurtum og grænmeti með áhrifaríkum og öflugum innihaldsefnum. 10 tegundir af berjum sem eru stútfull af andoxunarefnum. Omega 3,6 og 9 sem eru lífsnauðsynlegar fitusýrur. Bauna- og hrísgrjónaprótein. Spirulina og Klórella þörungar ásamt 5 tegundum af góðgerlum fyrir meltinguna svo dæmi sé tekið.

Astaxanthin hef ég tekið um þó nokkurt skeið, efni sem gerir gott fyrir heilsu húðarinnar og frábært úthalds bætiefni. Hef tekið þær daglega lengi og finn mikinn mun á mér ef ég verð uppiskroppa með það til lengri tíma. Astaxanthin er unnið úr örþörungum og er talið vera eitt öflugasta andoxunarefni náttúrunnar. Astaxanthiin hefur jákvæð áhrif á flest kerfi líkamans og getur m.a stutt við ónæmiskerfið.

Þessar vörur frá Terranova hafa reynst mér gríðarlega vel og mæli 100% með þeim.

Terranova fæst í helstu stórmörkuðum, apótekum Lyfju, Heilsuhúsinu og netverslun Lyfju og Heilsuhússins.