Orka í formi hreinna náttúrulegra vítamína frá Solaray

Heiðar Logi Elíasson brimbrettakappi

Mitt daglega líf snýst um það að hreyfa mig mikið. Ég stunda brimbretti og mótorcross ég hef verið svo lukkulegur að fá að vinna við ástríðu mína sem er einmitt að ferðast um landið og eltast við öldur. Þess á milli geri ég upp fasteignir og tek að mér að leggja parket hér og þar. Allt þetta tekur sinn toll af mér þó ég sé nú mjög orkumikill að eðlisfari. Það má því segja að ég sé alla daga að jafna mig eftir daginn áður. Ástæðan fyrir því að ég ákvað að taka inn vítamín var til að lágmarka orkuleysi því ég veit að með því að taka inn bætiefni get ég verið ferskur fleiri daga mánaðarins. Þó svo að ég þrífist á því að hreyfa mig mikið þá þarf ég að finna mitt jafnvægi og hugsa vel um mig. Undanfarin ár hef ég hugsað vel um matarræðið en þegar ég fór að fylla upp í frítíma minn með erfiðisvinnu hafði ég minni tíma og orku til þess að passa upp á hvernig ég næri mig. Þess vegna er ég meðvitaður um að ég þarf að vera duglegur að taka inn vítamín sem hjálpa mér að endurheimta minn náttúrulega styrk og orku.

Ég tek inn sérvalin vítamín og bætiefni sem henta mínum lífstíl og það skiptir mig gífurlega miklu máli að þau virki vel. Solaray hafa svo sannarlega komið sér ótrúlega vel fyrir mig því ég finn mikinn mun þegar ég tek þau inn. Solaray vítamínin eru náttúruleg og án allra aukaefna og það skiptir mig höfuðmáli.

Til að auka orkuna tek ég inn fjölvítamínið Once daily for active men en þetta er vítamínblanda sem samanstendur af öllum helstu vítamínum og steinefnum. Í þessari blöndu eru orkugefandi jurtir og amínósýrur, andoxunarefni og ensím. Einnig tek ég inn B-Stress sem inniheldur að auki C-vítamín og magnesíum. Sannkallað fóður fyrir taugakerfið og nauðsynlegur bakhjarl gegn streitu og álagi. Einnig frábært fyrir hár og húð.

Fyrir æfingar eða átök dagsins fæ ég mér Solaray Beet sem eru malaðar rauðrófur í hylkjum. Rauðrófur eru þekktar fyrir að geta bætt súrefnisupptöku og blóðflæði sem er tilvalið fyrir mig þar sem úthaldið þarf að vera gott til að halda uppi orkustigi í miklum átökum. Einnig blanda ég söltum og steinefnum frá Nuun út í vatn en þessi blanda viðheldur vökvajafnvægi í líkamanum.

D-vítamín og Omega 3,7 og 9 frá Solaray gefa mér nauðsynlega holla fitu fyrir líkamann. Omega hylkin frá Solaray innihalda ekki Omega 6 því það er talið að við fáum nóg af henni og jafnvel of mikið í sumum tilfellum.

Ég fæ mér alltaf Magnesium fyrir svefn en ég finn að það róar taugakerfið og slakar á vöðvum eftir átakamikinn dag.

Solaray fæst í heilsuverslunum og völdum apótekum og í netverslun Lyfju og netverslun Heilsuhússins.