Kversetín / e: Quersetin

Kversetín er notað við ofnæmi og astma, auk þess sem það er vörn gegn hjarta- og æðasjúkdómum.

Margir kannast við frönsku þversögnina. Franskur matur er auðugur af fitu og kólesteróli en þó eru hjartasjúkdómar fátíðari í Frakklandi en víðast hvar annars staðar. Ein kenning sem skýrir þessa mótsögn er að annar mikilvægur þáttur í mataræði Frakka verndi hjarta og æðar, en sá þáttu er rauðvín. Náttúrulegt andoxunarefni í rauðvíni sem heitir kversetín, verndar frumur líkamans gegn skemmdum af völdum sindurefna (náttúruleg efni sem skaða frumurnar). Hjartasjúkdómar og hátt kólesteról eru að hluta talin eiga rætur að rekja til skemmda sem sindurefni vinna á æðum. Því er talið rökrétt að ætla að kversetín geti átt þátt í vörnum gegn hjartaáföllum og heilablæðingum. Kversetín tilheyrir hópi vatnsleysanlegra efna sem nefnd eru bíóflavonóíð, en vísindamenn hafa gefið þessum efnum aukinn gaum hin síðari ár. Þó að þau virðast ekki vera lífsnauðsynleg bendir margt til að við þörfnumst þeirra til viðhalds góðrar heilsu.

Önnur mjög athyglisverð uppgötvun er að kversetín er meðvirkandi þáttur í að fyrirbyggja losun histamíns úr ónæmisfrumum, en histamín er efnið sem veldur kláða, hnerra og bólgu vegna ofnæmisviðbragða.1Rannsóknir gefa vísbendingu um að hugsanlega kemur kversetín einnig í veg fyrir losun annara efna sem tengjast ofnæmi.2 Í raun er algengasta notkun kversetíns meðhöndlun gegn ofnæmi, heymæði, exemi, kláða og astma.

Blöðruhálskirtilsbólga veldur viðvarandi þrautum og erfiðleikum með þvaglát. Yfirleitt er ekki vitað hvað veldur þessari bólgu og venjuleg meðhöndlun skilar oft litlum árangri. Mánaðarlöng tvíblind rannsókn á 30 sjúklingum með langvarandi blöðruhálskirtilsbólgu sýndi gagnsemi þessa bætiefnis ef notuð voru 500 mg 2svar sinnum daglega.3

Kversetín fyrirfinnst í rauðvíni, greipaldini, lauk, eplum, tei og í minna mæli í grænu laufgrænmeti og baunum. Ef nota á kversetín gegn ofannefndum óþægindum er nauðsynlegt að taka töflur. Hæfilegur skammtur er 750-1000 mg, þ.e. 3-4 töflur daglega.

Heimildir:

  1. Ogasawara H, Middleton E Jr. Effect of selected flavonoids on histamine release (HR) and hydrogen peroxide (H2O2) generation by human leukocytes [abstract]. J Allergy Clin Immunol. 1985;75(suppl):184.
  2. Yoshimoto T, Furukawa M, Yamamoto S, et al. Flavonoids: potent inhibitors of arachidonate 5-lipoxygenase. Biochem Biophys Res Commun. 1983;116:612618.
  3. Shoskes DA, Zeitlin SI, Shahed A, et al. Quercetin in men with category III chronic prostatitis: a preliminary prospective, double-blind, placebo-controlled trial. Urology. 1999;54:960963.

Upplýsingar þessar eru samansafn fróðleiks um náttúrulegar lækningar. Þeim er ekki ætlað að koma í stað tilmæla eða ráðgjafar fagfólks í heilbrigðisþjónustunni. Sjúklingar á lyfjum, einkum séu þeir haldnir alvarlegum sjúkdómum ættu að ráðfæra sig við lækni áður en þeir hefja neyslu bætiefna.