Kondróitín – Liðaktín Quatro – Gott Fyrir Liðina

Lidaktin Quatro Kondrotin fyrir lidina
Liðaktín Quatro - Fyrir Liðina

Kondróitín (chondroitin) er náttúrlegt efni sem er mikilvægt uppbyggingarefni brjósks í liðum. Kondróitín bætefni er unnið úr dýrabrjóski, yfirleitt úr nautgripum eða hákörlum.

Rannsóknir hafa bent til þess að kondróitíns geti gagnast við meðhöndlun á slitgigt og er kondróitín eitt algengasta bætiefnið við þessum sjúkdómi sem leggst oft á fólk þegar aldurinn færist yfir.

Kondróitín er talið geta unnið gegn einkennum slitgigtar og verndað liði fyrir skemmdum.

Vísindamenn eru ekki vissir um nákvæmlega hvernig þetta efni virkar en líklegast er talið að í kondróitín sé uppbyggingarefni sem brjósk þarf á að halda til að endurnýjast og bæta það sem aflaga hefur farið. Kondróitín er jafnframt talið hemja ensím sem ráðast á brjósk í liðum. Enn fremur er talið líklegt að það stuðli að myndun hýalurónsýru sem er eins konar smurolía fyrir liðina. Að lokum er það talið hafa milda bólguhemjandi virkun.

Því miður er ekki til neitt lyf sem læknar slitgigt, venjuleg lyf slá aðeins á verkinn, þ.e. einkenni slitgigtar, en hægja ekki á framvindu sjúkdómsins, jafnvel hafa rannsóknir sýnt að þau geti þvert á móti gert illt verra.1,2,3

Í bætiefnum er algengt að kondróitín sé bundið glúkósamíni eins og t.d. í Lið-Aktíni og benda rannsóknir til að saman séu þessi efni verulega virkari en hvort efni fyrir sig eitt og sér.4 Lengi vel var haldið að kondróitín nýttist líkamanum ekki vegna þess að sameindirnar væru svo stórar að þær gætu tæplega frásogast úr meltingarfærum. Það var síðan árið 1995 að þessar efasemdir hurfu þegar rannsókn vísindamanna leiddi í ljós að 15% af innbyrtu kondróitíni frásogast óskaddað og nýtist til brjóskmyndunar.5

Slitgigt

Fjöldi tvíblindra rannsókna benda sterklega til og jafnvel staðfesta að kondróitín geti bætt ástand slitgigtarsjúklinga. Í einni slíkri rannsókn var í 6 mánuði fylgst með 85 einstaklingum sem voru með slitgigt í hnjám. Þátttakendur fengu annars vegar 400mg af kondróitíni og hins vegar lyfleysu tvisvar sinnum daglega á þessu tímabili. Læknar mátu bata þeirra sem fengu kondróitínið annað hvort góðan eða mjög góðan í 69% tilfella, en aðeins í 32% tilfella hjá þeim sem fengu lyfleysu.6

Önnur leið til að bera saman niðurstöðurnar (kondróitín gagnvart lyfleysu) er að mæla hámarks gönguhraða þátttakenda. Einstaklingar í hópi kondróitín neytenda juku gönghraða sinn jafnt og þétt á meðan þessi tilraun fór fram, en engin breyting varð á gönguhraða þeirra sem lyfleysuna fengu. Auk þess var bati greinilegur á öðrum sviðum sjúkdómsins eins og t.d. að verkir rénuðu hjá sumum einstaklingum eftir eins mánaðar meðhöndlun. Sama góða reynslan fékkst jafnframt í hliðstæðri rannsókn sem einnig stóð yfir í 12 mánuði með 42 sjúklingum.7 Í annarri tvíblindri rannsókn var kondróitín borið saman við bólguhemjandi lyf (dicoflenac) og reyndist bati af notkun beggja svipaður.8 Kosturinn við kondróitín er náttúrulega eins og fyrr er nefnt að því fylgja engar aukaverkanir, þvert á móti byggir það upp í stað þess að skemma.

Einnig hefur verið gerður fjöldi rannsókna þar sem kondróitín og glúkósamín er notað saman. Tvíblind 6 mánaða rannsókn á 93 sjúklingum með slitgigt í hnjám leiddi í ljós að góður bati náðist með þessari samsetningu (ásamt mangani). Í rannsóknum þar sem árangur af slíkri samsetningu er borin saman við árangur af efnunum stökum, kom í ljós miklu betri árangur af samsetningunni en hvoru efni fyrir sig.9,10

Kondróitín er einnig til í kremi ásamt glúkósamíni og stundum fleiri efnum sem virka á slitgigt. Rannóknir hafa leitt í ljós að slík krem gagnast einnig við slitgigtinni.11 Því er einhver áhrifaríkasta meðferð við slitgigt að taka inn kondróitín ásamt glúkósamíni og nota jafnframt á liðina krem sem inniheldur bæði þessi efni.

Liðagigt

Góður árangur kom í ljós í 12 mánaða tvíblindri rannsókn sem bar saman virkni kondróitíns og lyfleysu á 104 sjúklinga með liðagigt í hnjám.12 Tvær rannsóknir aðrar með samtals 350 þátttakendum leiddu hliðstæðan árangur í ljós, bæði við liðbólgum í hnjám og mjöðmum.13,14

Íþróttafólk

Þegar liðir eru undir miklu álagi, eins og t.d. hjá íþróttafólki, er skynsamlegt að nota bætiefni sem dregur úr hættu á sliti. Þeir sem þjást af völdum slits eða skemmda á brjóski geta fengið bót af inntöku glúkósamíns og kondróitíns.
Heimildir:

 1. Brandt KD. Effects of nonsteroidal anti-inflammatory drugs on
  chondrocyte metabolism in vitro and in vivo. Am J Med. 1987;83:29-34.
 2. Brooks PM, Potter SR, Buchanan WW. NSAID and osteoarthritis-help or hindrance [editorial]. J Rheumatol. 1982;9:3-5.
 3. Shield MJ. Anti-inflammatory drugs and their effects on
  cartilage synthesis and renal function. Eur J Rheumatol Inflamm.
  1993;13:7-16.
 4. Lippiello L, Woodward J, Karpman R, et al. In vivo
  chondroprotection and metabolic synergy of glucosamine and chondroitin
  sulfate. Clin Orthop. 2000;(381):229-240.
 5. Conte A, Volpi N, Palmiera L, et al. Biochemical and
  pharmacokinetic aspects of oral treatment with chondroitin sulfate.
  Drug Res. 1995; 45:918-925.
 6. Bucsi L, Poor G. Efficacy and tolerability of oral
  chondroitin sulfate as a symptomatic slow-acting drug for
  osteoarthritis (SYSADOA) in the treatment of knee osteoarthritis.
  Osteoarthritis Cartilage. 1998;6(suppl A):31-36.
 7. Uebelhart D, Thonar EJ, Delmas PD, et al. Effects of
  oral chondroitin sulfate on the progression of knee osteoarthritis: a
  pilot study. Osteoarthritis Cartilage. 1998;6(suppl A):39-46.
 8. Morreale P, Manopulo R, Galati M, et al. Comparison of
  the antiinflammatory efficacy of chondroitin sulfate and diclofenac
  sodium in patients with knee osteoarthritis. J Rheumatol.
  1996;23:1385-1391.
 9. Das A Jr, Hammad TA. Efficacy of a combination of FCHG49
  glucosamine hydrochloride, TRH122 low molecular weight sodium
  chondroitin sulfate and manganese ascorbate in the management of knee
  osteoarthritis. Osteoarthritis Cartilage. 2000;8:343-350.
 10. McAlindon TE, LaValley MP, Gulin JP, Felson DT.
  Glucosamine and chondroitin for treatment of osteoarthritis. A
  systematic quality assessment and meta-analysis. JAMA. 2000;
  283:1469-1475.
 11. Cohen M, Wolfe R, Mai T, et al. A randomized, double
  blind, placebo controlled trial of a topical cream containing
  glucosamine sulfate, chondroitin sulfate, and camphor for
  osteoarthritis of the knee. J Rheumatol. 2003;30:523-528.
 12. Conrozier T. Anti-arthrosis treatments: efficacy and
  tolerance of chondroitin sulfates (CS 4&6) [translated from
  French]. Presse Med. 1998;27:1862-1865.
 13. Bourgeois P, Chales G, Dehais J, et al. Efficacy and
  tolerability of chondroitin sulfate 1200 mg/day vs chondroitin sulfate
  3 x 400 mg/day vs placebo. Osteoarthritis Cartilage. 1998;6(suppl
  A):25-30.
 14. L’Hirondel JL. Double-blind clinical study with oral
  administration of chondroitin sulphate versus placebo in tibiofemoral
  gonarthrosis (125 patients) [in German]. Litera Rheumatol.
  1992;14:77-84.

Upplýsingar þessar eru samansafn fróðleiks um náttúrulegar lækningar. Þeim er ekki ætlað að koma í stað tilmæla eða ráðgjafar fagfólks í heilbrigðisþjónustunni. Sjúklingar á lyfjum, einkum séu þeir haldnir alvarlegum sjúkdómum ættu að ráðfæra sig við lækni áður en þeir hefja neyslu bætiefna.