Ísófalvonóíðar

Ísóflavónóíðar eru efnasambönd sem stundum eru nefnd fýtóestrógen, þar sem þau virka á estrógennema í líkama manna. Þau eru m.a. Daidzin, Daidzein, Genistin, Genistein, Glycitin og Glyciten. Rannsóknir benda til að ísóflavónóíðar minnki hættu á hormóna-tengdum krabbameinum svo sem brjóstakrabbameini og blöðruhálskrabbameini auk annarra krabbameina. Einnig hafa rannsóknir leitt í ljós jákvæð áhrif þeirra til lækkunar á háu kólesteróli. Soya ísóflavón hafa verið notuð við hitakófum hjá konum á breytingaraldri með góðum árangri. Þá er talið að ísóflavonóíðar virki verndandi fyrir æðar, tempri blóðsykur og styrki bein.

Upplýsingar þessar eru samansafn fróðleiks um náttúrulegar lækningar. Þeim er ekki ætlað að koma í stað tilmæla eða ráðgjafar fagfólks í heilbrigðisþjónustunni. Sjúklingar á lyfjum, einkum séu þeir haldnir alvarlegum sjúkdómum ættu að ráðfæra sig við lækni áður en þeir hefja neyslu bætiefna.