Kólín / e: Choline

Kólín er flokkað sem eitt af B-vítamínunum, það er vatnsleysanlegt og oft að finna í B-hópstöflum. Líkaminn getur sjálfur framleitt kólín, sé nægilegt magn af B6-, B12- vítamínum, magnesíum, fólínsýru og methíóníni í fæðunni. Það vinnur með inósítóli, einu af byggingarefnum lesitíns og sýnt hefur verið fram á tengls kólins við fólinsýru og B-12-vítamín. Það hefur mikilvægu hlutverki að gegna í uppbyggingarformi fitu og taugavefja og einnig virkar það sem samvirkandi þáttur í hröðun ensím efnahvarfa. Þar sem kólín er þáttur í starfsemi taugavefja, er það tengt inn í alla starfsemi líkamans. Samrunamyndun á kjarnsýrunum DNA og RNA krefst kólíns. Hlutverk þess við rétt efnaskipti fitu er mikilvægt þar sem það hjálpar til við meltingu, frásog og flutning fitu og fituleysanlegu vítamínanna A, D, E og K um blóðið.

Þrátt fyrir að kólín hafi ekki hlotið alþjóðasamþykkt sem vítamín hefur það verið gefið við meðferð á ýmiskonar sjúkdómum til dæmis gallsteinum, nýrnaskemmdum, gláku og almennum lifrarsjúkdómum. Kólín hefur róandi áhrif og getur unnið gegn spennu og streitu. Það er talið framleiða efni í heilafrumum sem bætir minnið. Kólin er afar hjálplegt eðlilegri lifrarstarfsemi þar sem það aðstoðar við að losa líkamann við úthreinsun óæskilegra eiturefna og fitu.

Fæðutegundir sem eru auðugar af kólíni eru nauta-, lamba- og svínalifur, eggjarauða, kál, maís, kartöflur, næpur, fiskur, hnetur, ölger, sojabaunir og laufmikið grænmeti svo eitthvað sé nefnt. Eins og áður er nefnt getur líkaminn einnig framleitt kólín. Áfengi, estrógen, súlfalyf og vatn eru gagnvirk kólíni.

Skortseinkenni eru umdeild þar sem sumir fræðimenn telja að ekki hafi tekist að kalla þau fram með tilraunum á mönnum. Aðrir fræðimenn telja að rekja megi háan blóðþrýsting, skorpulifur, slagæðahörðnun og jafnvel Alzheimerveiki til skorts á kólíni. Rannsókn var gerð á dýrum í Massachusetts Institute of Technology árið 1974. Paul Newberne, M.D. og félagar hans nefndu kólin ásamt fólínsýru, B12-vítamíni og amínósýrunni methionine sem lykil næringarefni til eðlilegs þroska ónæmiskerfisins. Rannsókn Paul Newberne leiddi í ljós að einungis þarf lítinn skort þessarra næringarefna á meðgöngu dýra til að afkvæmi þeirra séu með vanvirkara ónæmiskerfi sem leiddi til tíðra smita eða sýkinga. Þessir fræðimenn telja líklegt að það sama gildi um þroska ónæmiskerfis manna og dýra.

Best er að taka kólín í B-hópstöflum eða fjölvítamíntöflum með B-vítamínum, þar sem það er samvirkt með öðrum B-vítamínum. Dagsþörf hefur ekki verið ákveðin en sérfræðingar hafa áætlað að hún sé um 500 mg á dag eða meiri. Sá skammtur sem algengt er að sé tekinn til lækninga er 500 til 1000 mg á dag.

Upplýsingar þessar eru samansafn fróðleiks um náttúrulegar lækningar. Þeim er ekki ætlað að koma í stað tilmæla eða ráðgjafar fagfólks í heilbrigðisþjónustunni. Sjúklingar á lyfjum, einkum séu þeir haldnir alvarlegum sjúkdómum ættu að ráðfæra sig við lækni áður en þeir hefja neyslu bætiefna.