Hvítlaukur

Hvítlaukur hefur verið ræktaður í Mið-Austurlöndum í yfir 5000 ár og er minnst á hann í bókmenntum Grikkja, Babylóníumanna, Egypta og gyðinga. Talið er að þrælarnir sem byggðu pýramídana í Egyptalandi hafi borðað hvítlauk til að halda heilsu og þreki. Hann var einnig ræktaður í Kína til forna enda er hann ættaður frá Mið-Asíu, trúlega þaðan sem Kirgisistan er í dag.

Hvítlaukur hefur verið notaður til lækninga í a.m.k. 3500 ár og var skilgreindur sem lyf af Hippókratesi, föður læknisfræðinnar. Aristóteles gerði það einnig. Í hvítlauk er að finna efnið metýl allýl trísúlfíð sem lækkar blóðþrýsting með því að víkka út æðaveggina. Það hindrar einnig að blóðflögur kekkist sem minnkar líkur á blóðtappa og fyrirbyggir hjarta- og æðasjúkdóma. Þá lækkar það hlutfall LDL (vonda) kólesteróls í æðum og hefur góð áhrif á meltinguna. Hvítlaukur styrkir einnig ónæmiskerfið og er því ekki síður mikilvægur fólki með langvarandi sjúkdóma eins og t.d. krabbamein. Hvítlaukur inniheldur einnig efnið allín sem breytist í allisín fyrir tilstuðlan ensímsins allínasa þegar hvítlauks er neytt. Allisín hefur sýkladrepandi áhrif og er því hvítlaukur náttúrulegt sýklalyf. Hvítlaukur var mikið notaður í fyrri heimsstyrjöldinni á sár og til að fyrirbyggja holdsveiki.

Hvítlaukur hefur reynst vel við ýmsum sveppasýkingum s.s. á fótum og í leggöngum. Hann er þá bæði tekinn inn og borinn á sýktu svæðin. Margt bendir til að hvítlaukur hafi einnig vírusdrepandi eiginleika og er því tilvalinn í baráttunni gegn kvefi og inflúensu.

Hvítlauksolía er mjög góð fyrir hjartað og ristilinn og hefur einnig hjálpað mörgum gigtarsjúklingum. Einfalt er að laga olíuna: afhýðið hvítlauksrif og setjið í 250 ml af ólífu- eða kanólaolíu. Fjöldi hvítlauksrifja fer eftir smekk. Olían geymist best í kæli í allt að einn mánuð. Hana má nota á salöt, til að léttsteikja mat eða 1 msk tekin beint inn. Steinselja, fennelfræ, kúmen, minta og brenndar kaffibaunir draga úr lyktinni sé það borðað með eða eftir að hafa neytt hvítlauks.

Til að lækningarmáttur hvítlauksins nýtist sem best er ráðlagt að borða hvítlauksrifin fersk og helst daglega. Einnig er hægt að taka hann inn á bætiefnaformi, ýmist í töflum, hylkjum eða dropum.

Sterkar hvítlaukstöflur

Hvítlaukstöflur úr ferskum hvítlauk er þeim mun virkari sem þær innihalda meira af virka efninu ALLICIN. Bestur árangur í rannsóknum hefur náðst með töflum sem innihalda yfir 3,6 mg af allicin. Hvítlaukstöflurnar frá Heilsu innihalda 4 mg af allicin í hverri töflu. Þær eru engu að síður lyktarlausar.

Heimild:

  • Prescription for nutritional healing. James F. Balch, Phyllis A. Balch.

Upplýsingar þessar eru samansafn fróðleiks um náttúrulegar lækningar. Þeim er ekki ætlað að koma í stað tilmæla eða ráðgjafar fagfólks í heilbrigðisþjónustunni. Sjúklingar á lyfjum, einkum séu þeir haldnir alvarlegum sjúkdómum ættu að ráðfæra sig við lækni áður en þeir hefja neyslu bætiefna.