Spirulina

Spirulina er vel þekkt sem einhver næringarríkasta fæða sem völ er á. Þetta er blá-grænþörungur sem þrífst í heitum, sólríkum löndum eins og Mið- og Suður Ameríku og Afríku og finnst einnig í basískum vötnum víða annars staðar. Algengustu tegundirnar sem notaðar eru í bætiefni eru Spirulina platensis og Spirulina maxima.

Spirulina inniheldur hlutfallslega mjög mikið magn af æskilegum næringarefnum. Um 60-70% þessa þörungs er prótín, en í honum er einnig að finna fitusýrurnar GLA (gamma línólen), línólín og AA (arachidonic), vítamín B-12, járn, amínósýrur, RNA og DNA kjarnsýrur, beta-karóten og karótenóíð, chlorophyll og phytocyanin.

Spirulina getur hjálpað til við að vernda ónæmiskerfið, lækka kólesteról og taka betur upp steinefni. Hún getur einnig hjálpað fólki til að ná betri blóðsykurstjórnun, þar sem hið háa prótínmagn hennar getur hjálpað við að blóðsykurinn.

Upplýsingar þessar eru samansafn fróðleiks um náttúrulegar lækningar. Þeim er ekki ætlað að koma í stað tilmæla eða ráðgjafar fagfólks í heilbrigðisþjónustunni. Sjúklingar á lyfjum, einkum séu þeir haldnir alvarlegum sjúkdómum ættu að ráðfæra sig við lækni áður en þeir hefja neyslu bætiefna.