Sólhattur / lat: Echinacea

Sólhattur er einhvert algengasta jurt sem notuð hefur verið gegn kvefi og flensu, en einnig gefist vel gegn hálsbólgu, eyrnabólgu hjá börnum og jafnvel ennisholubólgum. Einnig hefur gefist vel við unglingabólum að bera á þær jurtaveig úr sólhatti.

Kosturinn við jurt eins og sólhatt er að auk þess að geta styrkt ónæmiskerfið þá getur hún sjálf unnið á sýklum og það án þess að skaða gerlagróður meltingarfæranna.

Ekki er talið að sólhattur geti valdið neinum aukaverkunum.

Upplýsingar þessar eru samansafn fróðleiks um náttúrulegar lækningar. Þeim er ekki ætlað að koma í stað tilmæla eða ráðgjafar fagfólks í heilbrigðisþjónustunni. Sjúklingar á lyfjum, einkum séu þeir haldnir alvarlegum sjúkdómum ættu að ráðfæra sig við lækni áður en þeir hefja neyslu bætiefna.