Klórella / e: Chlorella

Chlorella (klórella) er smár einfrumungs-þörungur sem inniheldur gífurlegt magn af auðnýtanlegri blaðgrænu. Einnig inniheldur hann hátt hlutfall af prótíni (58%), kolvetni, öll B-vítamín, C og E vítamín, amínósýrur og snefilefni. Klórella grænþörungur er í raun fullfermi af vítamínum, steinefnum og öðrum nærandi efnum, auk þess að geta hugsanlega hjálpað til við úthreinsun eiturefna. Frumuveggur klórellu er hins vegar sterkur, þannig að erfitt er að komast að næringarefnunum. Því þarf að vinna hann áður en hægt er að nýta hann.

Rannsóknir sýna að klórella er kjörinn prótíngjafi, einkum fyrir þá sem ekki geta borðað eða vilja ekki borða dýraprótín (kjöt og fisk).

Upplýsingar þessar eru samansafn fróðleiks um náttúrulegar lækningar. Þeim er ekki ætlað að koma í stað tilmæla eða ráðgjafar fagfólks í heilbrigðisþjónustunni. Sjúklingar á lyfjum, einkum séu þeir haldnir alvarlegum sjúkdómum ættu að ráðfæra sig við lækni áður en þeir hefja neyslu bætiefna.