Ginseng

Ginseng hefur fyrst og fremst verið notað til að auka andlegt og líkamlegt starfsþrek. Rannsóknir hafa einnig bent til að það styrki ónæmiskerfið.

Ginseng hefur í áranna rás verið mikið notað af íþróttafólki, skákfólki, leikurum og öðru fólki í störfum sem gera miklar kröfur til hugar og handa. Jafnt rannsóknir sem reynsla fjölda fólks um heim allan, staðfest ágæti þessarar jurtar til að auka líkamlegt og andlegt starfsþrek og viðhalda góðu heilsufari.

Upplýsingar þessar eru samansafn fróðleiks um náttúrulegar lækningar. Þeim er ekki ætlað að koma í stað tilmæla eða ráðgjafar fagfólks í heilbrigðisþjónustunni. Sjúklingar á lyfjum, einkum séu þeir haldnir alvarlegum sjúkdómum ættu að ráðfæra sig við lækni áður en þeir hefja neyslu bætiefna.