Klóelfting / e: Horsetail / lat: Equisetum arvense

Aðalvirkni elftingar er frá kýsilsýrunni sem hún inniheldur og getur styrkt allan bandvef í líkamanum, hár, húð, neglur, lungnavef, bein og sinar. Klóelfting hefur einnig verið notuð til að stöðva blæðingar, bæði innvortis og útvortis. Jurtin er líka mjög vökvalosandi og getur því gagnast við bjúg og mörgum liðakvillum.

Upplýsingar þessar eru samansafn fróðleiks um náttúrulegar lækningar. Þeim er ekki ætlað að koma í stað tilmæla eða ráðgjafar fagfólks í heilbrigðisþjónustunni. Sjúklingar á lyfjum, einkum séu þeir haldnir alvarlegum sjúkdómum ættu að ráðfæra sig við lækni áður en þeir hefja neyslu bætiefna.