Oreganó olía

Óreganó lauf hafa milt kryddað bragð sem gert hafa jurtina að einhverju vinsælasta kryddlaufi vesturálfu. Á síðari árum hafa menn uppgötvað að kjarnaolíu sem unnin er úr þessu bragðgóða laufi má nota með góðum árangri til heilsubótar. Út af fyrir sig er þetta ekki ný uppgötvun, því í gömlum bókum er skrifað um læknandi eiginleika jurtarinnar.

Kjarnaolía úr óreganó inniheldur m.a. thymol og carvacrol, efni sem geta hamlað vexti sveppagróðurs, baktería og annarra örvera.

Óreganó olía hefur einnig róandi áhrif á magann, 1 eða 2 dropar af olíunni í smávegis vökva geta slegið á magaóþægindi og bætt meltinguna. Við tannpínu er ráðlagt að nudda dropa af olíunni umhverfis sýktu tönnina til að draga úr verknum. Jafnframt er olían sögð hjálpa til við að hreinsa hálsinn við þrálátum hósta.

Hvernig er óreganó olía notuð við sveppasýkingu?

Útvortis: Berið 1-2 dropa á sýkta staði.

Innvortis: 3 dropum af olíunni er blandað í safa eða annan vökva og slíkur skammtur drukkin 3svar sinnum á dag. Til að ráða niðurlögum sveppasýkingar þarf yfirleitt að nota óreganó olíu í nokkrar vikur samfellt og þá helst með öðrum aðgerðum.

Óreganó olía getur hamlað frásogi járns og því er ráðlegt að láta líða um 2 klst. á milli þess sem olían og járn er tekið inn.

Upplýsingar þessar eru samansafn fróðleiks um náttúrulegar lækningar. Þeim er ekki ætlað að koma í stað tilmæla eða ráðgjafar fagfólks í heilbrigðisþjónustunni. Sjúklingar á lyfjum, einkum séu þeir haldnir alvarlegum sjúkdómum ættu að ráðfæra sig við lækni áður en þeir hefja neyslu bætiefna.