Gullrís / lat: Solidago virg. / e: Goldenrod

Gullrís er með albestu jurtum gegn uppsöfnun vökva og er sem sé einstaklega vökvalosandi. Hún er mjög góð jurt fyrir nýru og þvagfæri.

Gullrís inniheldur m.a. sapónín og bíóflavonóíða og þar af leiðandi getur hún gagnast gegn bólgum auk þess að vera mjög virk gegn vökvauppsöfnun eða bjúg. Einnig hafa gigtarsjúklingar góða reynslu af þessari jurt, því með því að örva starfsemi nýrna getur  hún jafnvel hjálpað líkamanum að losa sig við úrgangsefni sem geta valdið vandamálum.

Upplýsingar þessar eru samansafn fróðleiks um náttúrulegar lækningar. Þeim er ekki ætlað að koma í stað tilmæla eða ráðgjafar fagfólks í heilbrigðisþjónustunni. Sjúklingar á lyfjum, einkum séu þeir haldnir alvarlegum sjúkdómum ættu að ráðfæra sig við lækni áður en þeir hefja neyslu bætiefna.