Brenninetla

Brenninetla hefur oft verið ráðlögð við hverskonar húðvandamálum, hún nærir og mýkir þurra húð. Hún er sögð hreinsandi, er þá drukkið te að seyði úr jurtinni eða teknar inn töflur eða hylki með jurtinni. Jafnframt er te eða seyði úr brenninetlu ráðlagt við kláða. Brenninetla er milt vökvalosandi og er oft í vökvalosandi teblöndum. Hún hefur einnig verið ráðlögð við vöðvagigt. Te úr brenninetlu getur örvað mjólkurframleiðslu í brjóstum kvenna sem eru með börn á brjósti.

Upplýsingar þessar eru samansafn fróðleiks um náttúrulegar lækningar. Þeim er ekki ætlað að koma í stað tilmæla eða ráðgjafar fagfólks í heilbrigðisþjónustunni. Sjúklingar á lyfjum, einkum séu þeir haldnir alvarlegum sjúkdómum ættu að ráðfæra sig við lækni áður en þeir hefja neyslu bætiefna.