Blágrænir þörungar / Blue Green Algae

Blágrænir þörungar eru kjörin orkugjafi fyrir frumur líkamans. Þeir innihalda allar átta mikilvægu amínósýrurnar, klórofýl, beta karotín og vítamín B-12. Þeir eru eitthvert samanþjappaðasta næringarefni sem fáanlegt er, en samt afar auðmeltir.

Blágrænum þörungum er safnað beint úr tæru, næringarefnaríku vatni. Þeim er safnað með sérstökum þar til gerðum tækjum á blómgunartíma, til að ná kraftmestu og áhrifaríkustu þörungunum. Besta vinnsluaðferðin er að snöggþurrka þá, til að halda næringarefnunum óskertum í þörungunum, en venjuleg frostþurrkun getur skaðað eða rýrt prótín og ensím.

Upplýsingar þessar eru samansafn fróðleiks um náttúrulegar lækningar. Þeim er ekki ætlað að koma í stað tilmæla eða ráðgjafar fagfólks í heilbrigðisþjónustunni. Sjúklingar á lyfjum, einkum séu þeir haldnir alvarlegum sjúkdómum ættu að ráðfæra sig við lækni áður en þeir hefja neyslu bætiefna.