Fennel / lat: Foeniculum vulgaris

Fennel (lat: Foeniculum vulgaris) getur hjálpað til við að örva mjólkurmyndun í brjóstum kvenna. Fennel er einnig notað í ungbarnate, til að losa ungbörn við meltingartruflanir og magaþembu. Þegar kona með barn á brjósti drekkur te úr fennelfræjum nýtur barnið einnig áhrifanna sem koma fram í mjólkinni. Útbúa má veikt te úr fræjunum og nota sem augnskol við óþægindum í augum og jafnvel við hvarmabólgu.

Upplýsingar þessar eru samansafn fróðleiks um náttúrulegar lækningar. Þeim er ekki ætlað að koma í stað tilmæla eða ráðgjafar fagfólks í heilbrigðisþjónustunni. Sjúklingar á lyfjum, einkum séu þeir haldnir alvarlegum sjúkdómum ættu að ráðfæra sig við lækni áður en þeir hefja neyslu bætiefna.