Vegan súkkulaði brownies

Brownies eða brúnkur eins og þær gerast bestar! Ef þú vilt gera uppskriftina glútenlausa líka er hægt að nota Self raising flour frá Doves farm í staðinn fyrir hveiti.

Innihald:

 • 5 msk lífræn Biona kókosolía (+smá til að smyrja formið)
 • 200 gr mjólkurlaust dökkt súkkulaði
 • 135 gr hveiti með lyftiefni (self raising flour) (hægt að nota venjulegt hveiti og bæta þá við 1 tsk af lyftidufti)
 • 35 gr lífrænt Biona kókoshveiti
 • 3 kúfaðar msk kakóduft
 • 180 gr lífrænn Biona kókossykur
 • Smá klípa af sjávarsalti
 • 1 vanillustöng (eða 1/4 tsk vanilluduft)
 • 230 ml ósætt jurtamjólk
 • 200 gr pekanhnetur

Aðferð:

 1. Hitaðu ofninn að 180°C. Smyrðu ferkantað bökunarform (ca.20 cm á kant) með kókosolíu og klæddu það svo með smjörpappír.
 2. Bræddu 150 gr af súkkulaðinu yfir vatnsbaði. Taktu það svo til hliðar og láttu kólna aðeins.
 3. Sigtaðu hveiti og kakó í stóra skál eða hrærivélarskál. Blandaðu svo sykri og salti saman við.
 4. Skafðu innan úr vanillustönginni og blandaðu vanillu, olíu, jurtamjólk og bræddu súkkulaðinu vel saman við restina með sleif eða í hrærivél
 5. Saxaðu restina af súkkulaðinu og megnið af pekanhnetunum gróflega og blandaðu við deigið
 6. Helltu nú deiginu í formið og dreifðu jafnt yfir. Stráðu restinni af pekanhnetunum yfir.
 7. Bakaðu í 20-25 mínútur eða þar til kakan er bökuð að utan en er enn mjúk að innan.
 8. Láttu kólna í 5 mínútur, taktu kökuna svo úr forminu og leyfðu henni að kólna á grind.
 9. Best að bera fram volga með smá vanilluís.

Uppskriftin er fengin af biona.co.uk