Tófú með kryddaðri kókos karamellusósu og sechuan pipar

Tófú getur verið bragðlaust og leiðinlegt en það á sko alls ekki við um þessa uppskrift. Sannkölluð bragðsprengja sem tikkar í öll boxin; sætt, súrt, salt, beiskt og umami! Æðislegt að bera fram með grænu salati og ofnbökuðu grænmeti.

Tófú:

Sósan:

 • 125 gr Biona lífrænn kókossykur
 • 3 msk vatn
 • 1 msk Biona lífrænt rauðvínsedik
 • 1/2 msk hrísgrjónaedik
 • 2 msk soja eða tamari sósa
 • 1/2 msk sambal oelek
 • 1 tsk fersk rifin engiferrót
 • 1 hvítlauksgeiri, rifinn
 • 1/4 tsk sechuan pipar
 • 1/2 ferskur chilli pipar, smátt skorinn

Aðferð:

 1. Byrjið á að pressa tófúið með því að vefja því inn í eldhúspappír eða hreina uppþvottatusku. Þrýstu varlega niður eða settu farg ofan á í smá tíma til að ná vökvanum úr því.
 2. Þerraðu tófúið að lokum með eldhúspappír svo það sé þurrt á yfirborðinu.
 3. Hitaðu nú kókosolíu á pönnu og steiktu tófúið í heilu lagi á öllum hliðum í 4-5 mínútur eða þar til það er gullið og stökkt á yfirborðinu.
 4. Taktu nú tófúið af pönnunni og geymdu til hliðar.
 5. Gerðu nú sósuna.
 6. Fyrst bræðir þú sykurinn í vatninu á pönnunni þar til hann leysist upp og þykknar aðeins
 7. Svo bætir þú restinni af innihaldsefnum sósunnar saman við og hrærir öllu vel saman
 8. Settu nú tófúið aftur á pönnuna og veltu því vel uppúr sósunni
 9. Skerðu það svo í þykkar sneiðar og berðu farm með sósunni, spírum og sesamfræjum ásamt grænu salati og/eða ofnbökuðu grænmeti.

Þessi uppskrift er fengin af biona.co.uk