Súkkulaði orkukúlur sem eru frábærar eftir æfingar

Það er snilld að eiga svona kúlur í frysti til að grípa í þegar þig vantar smá orku milli mála eða þegar sykurlöngun gerir vart við sig.

Að bæta Terranova magnesíum og kalki út í blönduna er ekki ómissandi en ótrúlega sniðugt. Það gerir þær að hinum fullkomna orkubita eftir æfingar. Orkan úr döðlum og hlynsírópi og steinefni til að bæta upp það sem tapast hefur með svitanum.

Innihald:

 • 5 döðlur
 • 1/2 bolli möndlur
 • 1/2 bolli valhnetur
 • 1 tsk kókossmjör (líka hægt að nota kókosolíu)
 • 1 tsk hlynsíróp eða hunang
 • 2 dropar vanilluextrakt eða smá vanilluduft
 • 1 tsk kakóduft
 • 1 tsk tahini (má líka nota hnetu eða möndlusmjör)
 • Innihald úr 4 Terranova Magnesium calcium complex hylkjum

Aðferð:

 1. Setjið allt í blandara eða matvinnsluvél og vinnið saman þar til deig myndast
 2. Kælið í ísskáp í 30 mín
 3. Mótið kúlur með höndunum
 4. Veltið uppúr kókos, fræjum, kakó eftir smekk
 5. Geymist í kæli eða frysti