Trönuber og þvagfærasýking – hver er virknin?

Þvagfærasýkingar eru algengt og mjög hvimleitt vandamál. Mun algengara hjá konum en körlum af líffræðilegum ástæðum en getur þó hent fólk af báðum kynjum á öllum aldri.

Gott hreinlæti er besta forvörnin en dugar ekki alltaf til. Margir fá þvagfærasýkingu einhvern tímann um ævina en sumir lenda í því að fá ítrekaðar sýkingar. Það getur reynst ákaflega erfitt að komast fyrir vandamálið og oft hætta sýklalyf að gera sitt gagn þegar vandamálið verður krónískt.

Meðferð við endurteknum þvagfærasýkingum er sýklalyfjameðferð sem getur farið mjög illa í fólk. Meltingarvandamál fylgja oft vegna þess að sýklalyfin skaða þarmaflóruna. Margir hafa því leitað að náttúrulegum lausnum til að koma í veg fyrir að sýkingar endurtaki sig.

Trönuber hafa um árhundruð verið notuð sem náttúruleg meðferð við þvagfærasýkingum. Lengi vel var það á huldu hvað það var við trönuberin sem hafði þessa virkni. Nú hefur komið í ljós að ákveðin efni í trönuberjum geta komið í veg fyrir að bakteríur á borð við E.coli (algengasti valdur þvagfærasýkinga) nái að festa sig við veggi þvagblöðrunnar og valda sýkingu.

Það eru því mestar líkur á því að trönuberja extrakt virki sem fyrirbyggjandi meðferð. Eitthvað sem er sniðugt að taka inn reglulega fyrir þá sem eiga sögu um endurteknar sýkingar. CranActin frá Solaray hefur einmitt verið rannsakað og gæðaprófað með þetta í huga og er eina trönuberja bætiefnið sem hefur sannað sig í klínískum rannsóknum.

Þvagfærasýkingar eru stundum einkennalausar en algeng einkenni eru:

  • Sviði við að pissa
  • Þörf fyrir að pissa oft
  • Skýjað piss
  • Sterk lykt af pissi

Ef þig grunar að þú sért með þvagfærasýkingu er mikilvægt að fara til læknis og láta meta það og fá viðeigandi meðferð ef þörf er á. Aldrei hundsa einkennin því sýkingin getur á endanum borist í nýrun og valdið þar miklum skaða.

Skoðaðu svo hvort CranActin gæti hentað þér til að koma í veg fyrir sýkingar í framtíðinni.

Hvað þú getur gert til að fyrirbyggja þvagfærasýkingar:

  • Taka inn CranActin eða D-mannose & CranActin frá Solaray
  • Drekka nóg af vatni
  • Skeina þig í átt að endaþarmi
  • Pissa eftir kynlíf
  • Forðast að nota kemískar hreinlætisvörur á kynfærin