Gómsætur hafragrautur

Þessi dásamlegi „overnight“ hafragrautur kemur frá Önnu Guðnýju hjá Heilsu og Vellíðan.

Hafragrautur klikkar aldrei og þessi er alveg ómótstæðilegur!

Uppskriftin dugar fyrir 2-3

Innihald:

  • 2,5 dl haframjöl (lagt í bleyti yfir nótt til að stytta eldunartíma og gera það auðmeltara)
  • 1 msk chiafræ
  • 1/2 tsk vanilluduft frá Sonnentor
  • 5 g kakósmjör
  • 6 döðlur
  • 2,5-3 dl vatn
  • Smá gróft salt

Aðferð:

  1. Byrjaðu á því að leggja haframjölið í bleyti að kvöldi til, lætur bara vatn rétt fljóta yfir haframjölið.
  2. Helltu yfirnóttu höfrunum beint í pott ásamt öllum hinum innihaldsefnunum fyrir utan vatnið. Ég bæti því í jafnt og þétt á meðan að grauturinn mallar. Það er algjört smekksatriði hversu þykkan fólk vill hafa grautinn sinn svo að þegar að þér finnst hann vera orðinn eins og þú vilt hafa hann þá er hann klár.

Upplagt að topp með ferskum eða frosnum bláberjum eða hvaða ávöxtum sem þú vilt.

Uppskrift og myndir eru eign Önnu Guðnýjar Torfadóttur, þær má ekki nota án hennar leyfis.