Einfaldar, vegan prótínbombur

Það er virkilega sniðugt að eiga alls konar hollara góðgæti í frystinum til að grípa í eftir æfingar, milli mála eða bara með kaffibollanum.

Þessar ofurkúlur eru hrikalega einfaldar í framkvæmd, virkilega bragðgóðar og gefa þér orku sem endist.

Innihald:

  • 30 gr (1/4 bolli) kakóduft (helst hrákakó)
  • 30 gr Pulsin hempprótínduft
  • 120 gr möndlusmjör (má nota hnetusmjör í staðinn)
  • 2 msk hempfræ
  • 15 gr (2msk) kókoshveiti
  • 60 ml (1/4 bolli) hlynsíróp
  • 30 ml (2msk) vatn
  • 2 msk kókosmjöl (má sleppa)

Aðferð:

  • Blandaðu öllum þurrefnunum saman í skál (nema kókosmjöli)
  • Bættu blautefnunum út í og hrærðu vel saman með sleif
  • Hnoðaðu það svo aðeins með höndunum og rúllaðu svo í kúlur með lófunum
  • Hjúpaðu með kókosmjöli ef þú vilt, ekki nauðsynlegt
  • Geymist í kæli í viku eða frysti í mánuð

Athugaðu að ef þú átt matvinnsluvél má einfaldlega skella öllu í hana og látta hana vinna deigið saman. Rúlla því svo í kúlur.

Hráefni í þessa uppskrift fæst m.a. í Heilsuhúsinu

 

Þessi uppskrift er fengin frá peachypalate.com í samstarfi við Pulsin.

Um höfundinn:

I’m Shel but some people call me “Peachy”…I’m the food loving, fitness fanatic, blogger behind Peachy Palate, a website which is now my hub for all the paleo, keto and grain free recipes I create, hoping to inspire people to think outside the box, eating whole foods that truly nourish.