Brokkolíklattar sem bragð er af!

Hvort sem þú ert að skipuleggja kjötlausan mánudag, borðar ekki kjöt eða langar bara að prófa eitthvað nýtt verður þú að prófa þessa!

Loksins brokkolí í aðalhlutverki en ekki bara á hliðarlínunni.

Brokkolí, eða spergilkál eins og það heitir jú á íslensku, er eitt það hollasta sem við getum í okkur látið. Við ættum öll að borða meira af því.

Klattarnir eru góðir með stóru salati en má í raun bera fram með hverju sem hugurinn girnist.

Innihald:

 • 2 bollar (400gr) brokkolí „grjón“ (brokkolí unnið í matvinnsluvél þar til stærð bitanna er á við hrísgrjón – best að nota pulse nokkrum sinnum þar til áferðin er rétt)
 • 2 stór egg – þeytt létt saman í skál
 • 2 msk (15g) kókoshveiti
 • 1/2 tsk lyftiduft
 • 1/4 bolli (30g) whey protein frá Pulsin (eða 1 msk til viðbótar af kókoshveiti)
 • 1 vorlaukur – saxaður smátt
 • 2 tsk hvítlauksduft (eða 1-2 smátt rifin hvítlauksrif)
 • 1/2 tsk laukduft
 • 1/2 tsk sítrónubörkur (af lífrænni sítrónu)
 • Smá klípa af cayenne pipar
 • 2 msk næringarger (má sleppa en gefur virkilega gott bragð)
 • 1/2 tsk gæða salt
 • 1/2 tsk malaður svartur pipar
 • 2 msk (28g) ghee eða kókosolía til að steikja uppúr

Aðferð:

 • Blandið öllu saman í stóra skál og kælið svo í um klukkustund í ísskáp
 • Takið út og mótið 6 klatta
 • Bræðið ghee eða kókosolíu á pönnu yfir meðalhita
 • Hitið ofninn að 180°C
 • Steikið klattana í 3-4 mínútur á hvorri hlið
 • Færið klattana yfir í eldfast mót og bakið í ofninum í 2-5 mínútur

Sósan:

 • 2 msk (32g) tahini
 • 2 msk sítrónusafi
 • 1-2 msk vatn til að þynna
 • salt og pipar eftir smekk
  • Allt þeytt saman með písk og smakkað til með salti og pipar

Gott að skreyta með ferskum kryddjurtum eins og kóríander, steinselju og/eða basil.

 

Þessi uppskrift er fengin frá peachypalate.com í samstarfi við Pulsin.

Um höfundinn:

I’m Shel but some people call me “Peachy”…I’m the food loving, fitness fanatic, blogger behind Peachy Palate, a website which is now my hub for all the paleo, keto and grain free recipes I create, hoping to inspire people to think outside the box, eating whole foods that truly nourish.