Íslensk grænmetismáltíð

Falleg og nærandi máltíð

Anna Guðný Torfadóttir á þessa uppskrift sem er í senn falleg og holl. Það má með sanni segja að þetta er máltíð sem er ofurhlaðin hollustu.

Kúrbítsnúðlur

 • 1/2 kúrbítur
 • 1 msk hvítvínsedik frá Biona
 • 2 msk næringarger frá KAL
 • 1 msk lífræn kaldpressuð ólífuolía frá Biona
 • 1/2 msk oreganó frá Sonnentor
 • 1/2 tsk gróft salt
 • 1 tsk birkifræ frá Sólgæti (má sleppa)
 1. Yddaðu kúrbítinn með grænmetisyddara.
 2. Hrærðu innihaldsefnunum saman við núðlurnar

Hirsi

 • 2 bollar soðið hirsi frá Sólgæti
 • 2-3 stilkar sellerí
 • 3 þurrkaðar fíkjur frá Sólgæti
 • Gróft salt
 1. Sjóðið hirsi skv. leiðbeiningum á umbúðum
 2. Skerðu sellerí og fíkjur smátt
 3. Hrærðu öllu saman og smakkaðu til með salti

Gulrætur

 • 10 gulrætur
 1. Fljótlegast er að gufusjóða gulræturnar þar til þær eru eldaðar í gegn og steikja þær síðan á pönnu upp úr ólífuolíu og salti.
 2. Einnig má velta þeim uppúr olíu og salti og baka í ofni við 180°C þangað til þær eru mjúkar í gegn og brúnaðar að utan.

Rauða sósan

 • 2 lúkur af kasjúhnetum frá Sólgæti
 • 1 paprika
 • 1,5 plómutómatur
 • 2 hvítlauksrif
 • 5 msk lífræn kaldpressuð ólífuolía frá Biona
 • 100 ml vatn
 • 1 msk tómatpúrra frá Biona
 • 1 tsk oreganó frá Sonnentor
 • 1/2 tsk chilliduft frá Sonnentor
 • 1,5 tsk salt
 • Svartur pipar
 1. Bakaðu kasjúhnetur í ofni við 150°C í 10-15 mín
 2. Skerðu paprikuna gróft niður og penslaðu með ólífuolíu
 3. Hafðu tómatana heila og penslaðu þá líka með ólífuolíu
 4. Bakaðu nú papriku, tómata og hvítlauk í ofni þar til allt er vel bakað og mjúkt
 5. Settu svo allt saman í blandara og blandaðu þangað til sósan er silkimjúk
 6. Raðið öllu fallega á disk eða í skál og njótið
 7. Sósan passar með bókstaflega öllu! T.d. hægt að blanda við ofnsteikt grænmeti, nota hana á salöt, blanda við kínóa eða hrísgrjón eða nota hana sem ídýfu.

Uppskriftin er eftir Önnu Guðnýju Torfadóttur og allar myndir eru eftir hana og í hennar eigu. Anna Guðný heldur úti blogginu Heilsa og vellíðan þar sem hún deilir dásamlegum, hollum uppskriftum og ýmsum fróðleik um bæði andlega og líkamlega heilsu.