Mádara – margverðlaunuð lífræn húðvörulína

Mádara eru margverðlaunaðar húð-,hár-, og dekurvörur úr lífrænum innihaldsefnum.

Mádara Organic eru hágæða lífrænar húðvörur þar sem yfirskriftin er „DEEPER THAN SKIN“. Húðvörurnar eru ekki einungis hugsaðar til að láta okkur líta betur út, heldur líka til að láta okkur líða betur. Mádara notar hágæða virk, hrá og hrein norræn innihaldsefni í húðvörurnar sínar og vörurnar eru allar í umhverfisvænum pakkningum.

Allar vörulínur MÁDARA eru framleiddar úr lífrænt vottuðum jurtum og lausar við öll kemísk gerviefni eins og litarefni, ilmefni, jarðolíur paraben og önnur kemísk efni.

MÁDARA er framleitt sérstaklega fyrir skandinavíska húð en napur vindur, kuldi og stanslausar veðrabreytingar getur farið illa með húðina.

MÁDARA er frumkvöðull í vísindalegum rannsóknum og nýjungum í gerð lífrænna efna sem unnin eru úr plöntun á norðurhveli jarðar. Mikil áhersla er lögð á náttúrleg innihaldsefni eins og orkugefandi birkisafa, vítamínrík ber, steinefnaríkan leir, andoxunarríkar jurtir og fræ stútfull af omega fitusýrum.

Allt frá byrjun hefur náttúran, vísindin, mannkynið og sjálfbærni verið lykillinn að árangri MÁDARA. Hugmyndafræðin á bak við vörumerkið er sú, að bestu húðvörurnar eru þær sem vinna dýpra en húðin nær. Áhrifin eru því ekki aðeins jákvæð fyrir húðina heldur einnig fyrir umhverfið.

Vörurnar hafa unnið til fjölda verðlauna og þar á meðal fyrir bestu lífrænu húðvörurnar á Beauty shortlist AWARDS 2019.

Mádara fæst hjá Beutybox.is, Dekurlindinni, Heilsuhúsinu Kringlunni, Selfossi, Akureyri og í netverslun Heilsuhússins og í völdum apótekum og netverslun Lyfju.