Kólesteról – hátt

[fusion_text]Kólesteról er blóðfita sem mikilvæg er m.a. til myndunar fruma og hormóna. Ein af mikilvægari uppgötvunum síðari tíma í fyrirbyggjandi læknisfræði er að hækkað kólesteról í blóði eykur hættu á æðakölkun, en þá harðna slagæðarnar. Ásamt með háþrýstingi, hreyfingarleysi, reykingum og sykursýki er hátt kólestereól en helsta ástæða hjartasjúkdóma, heilablóðfalls og æðaþrengsla.

Kólesteról stíflar ekki æðar eins og fita stíflar rör. Talið er að hátt kólesteról erti æðaveggina og valdi á þeim skaðlegum breytingum. Þar sem kólestereól er að mestu framleitt af líkamanum sjálfum er kólestereólrík fæða (svo sem egg) sjaldnast afgerandi vandmál. Alvarlegri þáttur er neysla mettaðrar fitu, en þó einkum og sér í lagi neysla transfitusýra. Sé dregið verulegu úr neyslu allrar fitu minnkar allt kólesteról. Það er óæskilegt, því HDL kólesteról er okkur nauðsynlegt og hjálpar til við að fyrirbyggja æðakölkun, en LDL kólesteról er hið skaðlega kólesteról sem við viljum forðast. Nokkrir þættir hafa á áhrif á magn kólesteróls í blóði, m.a. erfðir, hreyfing og matarræði. Einnig má hafa veruleg áhrif á kólesteról með bætiefnum.

Guggul Plex

Indverska múkul tréð inniheldur einstaklega virkt efni gegn háu kólesteróli. Múkul tréð er lítil planta af myrruætt. Indverjar hafa notað þessa jurt öldum saman í lækningaskyni og kemur hún mikið fyrir í Ayurveda fræðum. Ayurveda er aldagömul, indversk heimspeki og lífssýn þar sem lögð er jafnmikil áhersla á heilbrigði líkama og sálar.

Úr stofni trésins er unnin gulleit kvoða sem inniheldur virka efnið guggulsterón. Það vinnur gegn of hárri blóðfitu (bæði kólesteróli og tríglýseríðum).1 Í rannsóknum hefur verið sýnt fram á að guggul geti lækkað kólesteról um 11-12% og tríglýseríða um 12,5-17%. Guggul gefur ekki skyndiverkun og þarf jafnvel nokkra mánaða notkun til að sjá fullan árangur. Guggulsterónar virðast lækka kólesterólið með því að brjóta niður slæma kólesterólið (LDL) og byggja á sama tíma upp gott kólesteról (HDH).2 Í tvíblindri rannsókn sýndi guggul svipaða verkun og kólesteróllækkandi lyfið clofibrate.3

Eins og flestir vita er of hátt kólesteról áhættuþáttur í myndun kransæðasjúkdóma. Það er hins vegar ekki eini áhættuþátturinn og vitað er að alls kyns utanaðkomandi áhrif sem algeng eru í nútímasamfélagi eins og t.d. mengun, reykingar og óholl fæða valda því að frumur og kólesteról oxast. Kólesteról eykur áhættu bæði á krabbameini og kransæðastíflu. Guggulsterónar eru taldir hafa andoxunaráhrif á frumur líkamans og koma þannig í veg fyrir að góða kólesterólið oxist og límist innan í æðaveggina.4 Auk þess hefur verið sýnt fram á að guggul dragi úr kekkjun á blóðflögum og minnki þannig líkur á blóðtappa og kransæðastíflu.5 Bætiefni úr guggul fæst undir nafninu Guggul Plex.

Langtímanotkun eða of háir skammtar geta haft í för með sér væg óþægindi í maga. Fólk með lifrarsjúkdóma, ristilbólgur eða niðurgang ætti að ráðfæra sig við lækni eða grasalækni áður en guggul er tekið inn, einnig fólk á blóðþynningarlyfjum.

Trefjar

Vatnsleysanlegar trefar lækka kólesteról. Til eru margar tegundir en hafratrefjar hafa verið einna vinsælastar, enda meira rannsakaðar en margar aðrar. Trefjarík fæða (korn, ávextir, grænmeti) er best, því þá jafnfram verið að taka inn ótal önnur holl næringarefni. Aðrar trefjar sem rannsóknir sýna að lækka einnig kólesterólið, eru kítósan trefjar, sem unnar eru úr rækjuskel.

Vítamín B3 – níasín

Töluverður fjöldi rannsókna staðfestir ágæti níasíns fyrir kólesterólið. Sýna þessar rannsóknir að LDL kólesteról lækkar um 10% og HDL hækkar um 20-30% við inntöku vítamíns B3. Jafnframt lækkar níasín magn af lipopótíni-A um 35%, en þetta efni er annar áhættuþáttur fyrir æðakölkun.  Einnig leiða rannsóknir í ljós að langtímanotkun vítamíns B3 dregur almennt úr hættu á dauðsföllum af völdum hjarta- og æðasjúkdóma.10

Omega 3

Omega 3 eru fjölómettaðar fitusýrur sem fást óvíða úr jurtaríkinu, en línolía er þó auðug af omega-3 og svo fáum við þessar mikilvægu fitusýrur einnig að sjálfsögðu úr fiskiolíu. Rannsóknir sýna að þær lækka LDL og hækka HDL kólesteról.11

Heimildir:

 1. Satyavati GV. Gum guggul (Commiphora mukul)-The success of an ancient insight leading to a modern discovery. Indian J Med 1988;87:327-35.
 2. Nityanand S, Kapoor NK. Hypocholesterolemic effect of Commiphora mukul resin (Guggal). Indian J Exp Biol 1971;9:367-77.
 3. Malhotra SC, Ahuja MMS, Sundarum KR. Long-term clinical studies on the hypolipidemic effect of Commiphora mukul (guggul) and clofibrate. Ind J Med Res 1977;65:390-5.
 4. Singh K, Chander R, Kapoor NK. Guggulsterone, a potent hypolipidaemic, prevents oxidation of low density lipoprotein. Phytother Res 1997;11:291-4.
 5. Mester L, Mester M, Nityanand S. Inhibition of platelet aggregation by guggulu steroids. Planta Med 1979;37:367-9.
 6. Nityanand S, Srivastava JS, Asthana OP. Clinical trials with gugulipid-a new hypolipidemic agent. J Assoc Phys India 1989;37:323-8.
 7. Antonio J, Colker CM, Torina GC, et al. Effects of a standardized guggulsterone phosphate supplement on body composition in overweight adults: A pilot study. Curr Ther Res 1999;60:220-7.
 8. Thappa DM, Dogra J. Nodulocystic acne: oral gugulipid versus tetracycline. J Dermatol 1994;21:729-31.
 9. Brown D, Austin S. Hyperlipidemia and Prevention of Coronary Artery Disease. Seattle, WA: NPRC, 1997, 4-6.
 10. Canner PL, Berge KG, Wenger NK, et al. Fifteen year mortality in Coronary Drug Project patients: Long-term benefit with niacin. J Am Coll Cardiol. 1986;8:1245-1255.
 11. Lungershausen YK, Abbey M, Nestel PJ, et al. Reduction of blood pressure and plasma triglycerides by omega-3 fatty acids in treated hypertensives. J Hypertens. 1994;12:1041-1045.

Upplýsingar þessar eru samansafn fróðleiks um náttúrulegar lækningar. Þeim er ekki ætlað að koma í stað tilmæla eða ráðgjafar fagfólks í heilbrigðisþjónustunni. Sjúklingar á lyfjum, einkum séu þeir haldnir alvarlegum sjúkdómum ættu að ráðfæra sig við lækni áður en þeir hefja neyslu bætiefna.