Er barnið þitt með kveisu, loft, hægðatregðu eða önnur meltingarvandamál?

Mommy´s bliss er fyrirtæki sem sérhæfir sig í bætiefnum fyrir börn. Við kynnum til leiks tvær þeirra: Gripe water sem eru jurtadropar ætlaðir til að róa meltingartruflanir og Constipation ease sem linar hægðatregðu á mildan hátt.

Það var Roshan Kaderali sem stofnaði Mommy´s bliss í Bandaríkjunum eftir að hafa kynnst gripe water við störf í Skotlandi. Hún er mamma, ljósmóðir og barnahjúkrunarfræðingur sem var með það markmið að hjálpa börnum og foreldrum með því að þróa hreinar, náttúrulegar og virkar vörur. Í dag er merkið vel þekkt og bæði barnalæknar og ljósmæður mæla með því.

Mommys BLISS Gripe water 120 ml.

Gripe water hefur lengi verið notað sem náttúruleg lausn við meltingartruflunum og óróleika vegna ungbarnakveisu eða bakflæðis.

Inniheldur lífrænt engifer og fennel sem eru jurtir þekktar fyrir að róa magann og draga úr lofti í þörmum.

Hentar frá tveggja vikna aldri.

Notkun: Hristið vel. Má taka beint úr dropateljaranum eða blanda í smá vatn eða mjólk. Má gefa allt að 6 sinnum á sólarhring. Geymið ekki lengur en 6 vikur eftir opnun.

Þarf ekki að geyma í kæli. Takið ekki meira en ráðlagt er.

Skammtastærð:

  • 2 vikna – 1 mánaða börn: ½ tsk (2,5ml)
  • 1-6 mánaða börn – 1 tsk (5ml)
  • 6 mánaða og eldri – 2 tsk (10ml)
  • Fullorðnir – 2 msk (30ml)

Náttúrulega laust við: sykur, alkahól, mjólk, glúten, soja og öll gerviefni.

Innihald í 1 tsk: lífrænt engifer extrakt (zingiber officinale) 5mg, lífrænt fennel extrakt (foeniculum vulgare) 5mg.

Afjónað vatn, jutaglýserín, matarsódi, sítrus bíoflavoníða extrakt, sítrónusýra, potassium sorbate, náttúrulegt fennelbragð.

Mommys BLISS Constipation ease + prebiotics 120 ml.

Mild jurtamixtúra við tímabundinni hægðatregðu. Ertir ekki meltinguna og er ekki ávanabindandi.

Inniheldur sveskjusafa, lífrænt fennel, túnfífil og prebiotic trefjar.

Hentar frá 6 mánaða aldri.

Notkun: Hristið vel. Má taka 1-2x á dag eftir þörfum. Geymið ekki lengur en 6 vikur eftir opnun.

Má geyma við stofuhita en ekki í sólarljósi. Takið ekki meira en ráðlagt er

Skammtastærð:

  • 6 mánaða – 3 ára: 1tsk (5ml)
  • Börn eldri en 3 ára: 2 tsk (10ml)
  • Fullorðnir: 2 msk (30ml)

Náttúrulega laust við: sykur, alkahól, mjólk, glúten, soja og öll gerviefni.

Innihald í 1 tsk: lífrænt fennel extrakt (foeniculum vulgare seed) 25mg, Lífrænt túnfífils extrakt (taraxacum officinale leaf) 25mg, magnesium sítrat 15mg.

Afjónað vatn, jurtaglýserín, sveskjusafaþykkni, polydextrose (prebiotic trefjar), sítrónusýra og potassium sorbate.

Ráðfærið ykkur við lækni áður en þið gefið barni dropana eða nokkuð annað bætiefni, einkum ef barnið er veikt eða á lyfjum.

Mommys Bliss fæst í apótekum og í Heilsuhúsinu. Fæst einnig í netverslun Lyfju og Heilsuhússins.