Rútín

Rútín tilheyrir hópi efna sem einu nafni eru nefnd bíóflavonóíð. Rútín er unnið úr sítrusávöxtum og berjum. Það styrkir háræðarnar sem eru minnstu æðarnar í æðakerfinu. Á þeim er oft mikið álag, ekki síst hjá þeim sem þurfa mikið að vera í kyrrstöðu. Ef álagið verður of mikið, getur myndast svokallað háræðaslit, en rútín er talið eitt fárra efna sem getur dregið úr og jafnvel stuðlað að bata þess háttar slits. Þeir sem eru gjarnir á að fá marbletti við minnsta hnjask ættu að prófa rútín, það hefur gagnast mörgum. Rútín er einnig notað í meðferð á íþróttameiðslum þar sem það getur dregið úr verkjum, bólgum og marblettum. Jafnframt hefur það hjálpað mörgum við að draga úr einkennum jafn ólíkra kvilla og þrálátra blæðinga og kalkskorti í blóði.

Þegar C-vítamín er notað er æskilegt að taka C-vítamín sem inniheldur einnig bíóflavonóíða, því þessi bætiefni auka virkni hvors annars og er sérskaklega mælt með þessari blöndu fyrir fólk sem fær frunsur eða er með háræðavandamál.

Upplýsingar þessar eru samansafn fróðleiks um náttúrulegar lækningar. Þeim er ekki ætlað að koma í stað tilmæla eða ráðgjafar fagfólks í heilbrigðisþjónustunni. Sjúklingar á lyfjum, einkum séu þeir haldnir alvarlegum sjúkdómum ættu að ráðfæra sig við lækni áður en þeir hefja neyslu bætiefna.