Regluleg hreyfing til bættrar heilsu

Sigurjón Ernir Sturluson íþróttafræðingur og fjar-og einkaþjálfari

Sigurjón Ernir Sturluson er 29 ára íþróttafræðingur, fjar- og einkaþjálfari sem hefur alltaf stundað hreyfingu af kappi og nært sig rétt í takt við hreyfinguna. Sigurjón er með öflugri Ultra hlaupurum hér á landi og einn fremsti Spartan Race hlaupari landsins. Hann hefur keppt á heimsmeistaramótinu í fjallahlaupum bæði 2018 og 2019 þar sem hann var fyrstur Íslendinga til að klára keppni bæði árin.

REGLULEG HREYFING TIL BÆTTRAR HEILSU
Sigurjón hefur alltaf lagt áherslu á hollt mataræði og notast við vítamín úr Terranova línunni og Nuun freyðitöflur til að hjálpa við orku og endurheimt í kringum æfingar.

Sigurjón fræðir okkur um mikilvægi reglulegrar hreyfingar: Hreyfing er okkur lífsnauðsynleg og með reglulegri hreyfingu bætum við úthald, styrk og losum um leið um líkamlega streitu og stress sem er stigvaxandi vandamál í okkar samfélagi.  Það eru margir sem vilja komast í gott form og geta hlaupið hraðar, lyft þyngra og haft meira úthald, en hver er besta leiðin til að byggja upp þessa þætti?

Mitt ráð til ykkar er að byrja rólega (2-3 í viku) og byggja hægt og rólega ofan á ykkar grunn. Það er mikilvægt að huga að öllum þeim þáttum sem spila inn í líkamlega afkastagetu en þar má nefna: svefn/hvíld, mataræði, vítamín og álag yfir daginn (æfingar, vinnu og einkalífi). Það eru í raun engin takmörk fyrir því hversu langt við getum náð og ef þessir þættir haldast í hendur getum við náð ansi langt. Mikilvægt er að fólk finni hreyfingu sem þeim þykir skemmtilegt að stunda en hugi um leið að hafa hreyfinguna fjölbreytta.

Nuun freyðitöflurnar fást með mörgum bragðtegundum og með eða án koffeins.

Ég æfi að jafnaði 7-10 sinnum í viku þar sem ég blanda saman úthaldsæfingum (hlaupi, hjóli, róðri o.fl.) ásamt styrktarþjálfun. Ég nota Nuun freyðitöflur bæði á meðan og eftir krefjandi æfingar til að fylla á steinefni, sölt og vítamín sem ég missi yfir æfingarnar en miklu munar að nota þær á meðan á æfingum stendur til að koma í veg fyrir vökva og steinefnatap. Nuun töflurnar eru afar þægilegar í notkun þar sem þær koma í litlum umbúðum sem þægilegt er að grípa með sér. Töflurnar eru fljótar að leysast upp í vatni og finn ég fljótt fyrir virkni sem er mikill kostur þegar stutt er á milli æfinga og líkaminn þarf að jafna sig hratt fyrir næstu æfingu/áskorun.

Sigurjón er duglegur að deila sínum æfingum og mataræði á samfélagsmiðlunum og facebook:

  • Instagram: sigurjonerni
  • snapchat: sigurjon1352
  • Fjarþjálfun á facebook: Fjarþjálfun Sigurjóns Ernis

🌸Nuun fæst í Nettó, Krónunni, Hagkaup, heilsuverslunum og apótekum. Nuun fæst einnig í netverslun Nettó (www.netto.is), Heilsuhússins (www.heilsuhusid.is) og Lyfju ( https://netverslun.lyfja.is/ )

🌸Terranova vítamínin fást í verslunum og netverslun Nettó, apótekum og netverslun Lyfju og verslunum og netverslun Heilsuhússins.