Beta karortín

Beta karótín er vatnsleysanlegt andoxunarefni sem breytist eftir þörfum líkamans í A-vítamín (og er stundum kallað for-A-vítamín). Ýmsir þættir hafa áhrif á umbreytinguna, s.s próteinmagn líkamans, virkni skjaldkirtilshormóna, sínk og C-vítamín. Sé skortur á einu eða fleirum þessarra hjálparefna á líkaminn mjög erfitt með að búa til A-vítamín úr beta karótíni. Beta karótín er að finna í ýmsum jurtum og grænmeti, s.s. alfalfa, spínati, gulrótum, grænum paprikum, aprikósum og sætum kartöflum. Langmest af beta karótíni í bætefnaformi er ónáttúrulegt og er aðeins úr einni gerð sameinda (trans beta karótín). Náttúrulegt beta karótín er hins vegar úr tveimur gerðum sameinda (trans og 9-cis beta karótín).

Í fyrstu sáu vísindamenn ekki afgerandi mun á þessum gerðum en síðar kom í ljós að aðeins náttúrulega beta karótínið virðist búa yfir andoxunareiginleikum.

Þar sem beta karótín er vatnsleysanlegt safnast það ekki fyrir í líkamanum og eru stórir skammtar því ekki skaðlegir lifrinni eins og gildir um fituleysanlegt A-vítamín. Hins vegar er ekki mælt með að fólk með vanvirkan skjaldkirtil taki beta karótín þar sem líkaminn gæti átt í erfiðleikum með að breyta því í A-vítamín og því nýtist það ekki sem skyldi.

Þungaðar konur og þær sem eru að reyna að verða barnshafandi, ættu ekki að taka meira en 5000 ae af fituleysanlegu A-vítamíni á dag. Sýnt hefur verið fram á að 10.000 ae daglegir skammtar geti valdið skaða á fóstri. Til að fyrirbyggja allar slíkar hættur er æskilegra að taka A-vítamínið inn í formi beta karótíns.

Heimildir:

  • Brubacher BG and Weiser H, The vitamin A activity of beta-carotene. Int J Vit Nutr Res 55, 5-15, 1984.
  • Bitterman N, Melamed Y, Ben-Amotz A. Beta-carotene and CNS oxygen toxicity in rats. J Appl Physiol 1994;76:1073-6.
  • Ben-Amotz A, Levy Y. Bioavailability of a natural isomer mixture compared with synthetic all-trans beta-carotene in human serum. Am J Clin Nutr 1996;63:729-34.
  • Yeum KJ, Azhu S, Xiao S, et al. Beta-carotene intervention trial in premalignant gastric lesions. J Am Coll Nutr 1995;14:536 [abstr #48].
  • Neuman I, Nahum H, Ben-Amotz A. Prevention of exercise-induced asthma by a natural isomer mixture of beta-carotene. Ann Allergy Asthma Immunol 1999;82:549-53.
  • Albanes D, Heinone OP, Taylor PR, et al. Alpha-tocopherol and beta-carotene supplements and lung cancer incidence in the Alpha-Tocopherol, Beta-Carotene Cancer Prevention Study: effects of base-line characteristics and study compliance. J Natl Cancer Inst 1996;88:1560-70.
  • Omenn GS, Goodman GE, Thornquist MD, et al. Effects of a combination of beta carotene and vitamin A on lung cancer and cardiovascular disease. N Engl J Med 1996;334:1150-5.
  • Lee IM, Cook NR, Manson JE, et al. Beta-carotene supplementation and incidence of cancer and cardiovascular disease: the Women’s Health Study. J Natl Cancer Inst 1999;91:2102-6.

Upplýsingar þessar eru samansafn fróðleiks um náttúrulegar lækningar. Þeim er ekki ætlað að koma í stað tilmæla eða ráðgjafar fagfólks í heilbrigðisþjónustunni. Sjúklingar á lyfjum, einkum séu þeir haldnir alvarlegum sjúkdómum ættu að ráðfæra sig við lækni áður en þeir hefja neyslu bætiefna.